Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   þri 25. mars 2025 16:24
Elvar Geir Magnússon
U19 endaði stigalaust á botninum
Mynd: KSÍ
Ísland U19 0 - 1 Ungverjaland U19
0-0 Tómas Johannessen ('5 , misnotað víti)
0-1 Kevin Mondovics ('62 )
Lestu um leikinn

„Leiðinlegt tap hjá Íslandi hér í dag, þar sem þeir voru svo sannarlega betri aðilinn en eftir þessa frammistöðu hjá Áron Yaakobishvili markmanni Ungverja skilur maður alveg að hann sé hjá Barcelona," skrifaði Daníel Darri Arnarsson í textalýsingu frá U19 landsleik Íslands og Ungverjalands í dag.

Ungverska liðið vann 1-0 sigur en þetta var síðasti leikur liðanna í milliriðli í undankeppni EM 2025. Leikurinn fór fram á Kisvárdai Stadion í Ungverjalandi.

Tómas Johannessen hefði getað komið Íslandi yfir á fimmtu mínútu en honum brást bogalistin úr vítaspyrnu.

„Hann reynir bara að hamra á markið en beint á Áron í markinu sem ver hann yfir," skrifaði Daníel í textalýsingunni.

Ísland hafnar því í fjórða og síðasta sæti milliriðilsins með 0 stig en Danmörk tryggði sér toppsætið með níu stigum og þar með sæti í lokakeppninni sem haldin verður í Rúmeníu. Á eftir Danmörku koma Austurríki með sex stig og Ungverjaland með þrjú stig.
Athugasemdir
banner