Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 25. apríl 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Yfirþjálfari akademíunnar látinn hætta vegna fordóma
Mynd: Getty Images
David Muir er búinn að segja upp starfi sínu sem yfirþjálfari akademíunnar hjá enska knattspyrnufélaginu Crystal Palace.

Muir var látinn segja starfinu upp eftir að kvörtun barst til félagsins yfir hegðun hans á bar. Þar sat hann með vinum sínum eftir þjálfaranámskeið og sýndi ljóta kynþáttafordóma í garðs annars viðskiptavinar staðarins. Sá kvartaði í félagið sem fór beint í það að hrinda rannsókn af stað.

Unglingastarf Crystal Palace er þekkt fyrir að vera með leikmenn með uppruna úr öllum heimshornum. Muir hafði verið yfirmaður akademíunnar síðan 2013 og starfsmaður félagsins í rúman áratug.

Muir er sagður hafa átt í góðu sambandi við menn á borð við Aaron Wan-Bissaka og Wilfried Zaha og að þessi hegðun hans hafi ekki verið í takt við hans persónu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner