Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 25. apríl 2021 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Er loginn logandi?
Logi Ólafsson, þjálfari FH.
Logi Ólafsson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var löng umræða um Pepsi Max-deild karla í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær.

Það var farið yfir öll liðin í deildinni en Pepsi Max-deildin hefst næsta föstudag með opnunarleik Vals og ÍA.

FH er spáð þriðja sæti í spá Fótbolta.net fyrir mótið en Logi Ólafsson stýrir FH í sumar. Eiður Smári Guðjohnsen átti að stýra FH en Logi hoppaði inn þegar Eiður gerðist aðstoðarþjálfari landsliðsins.

Logi er gríðarlega reyndur þjálfari en hefur hann enn það sem til þarf til að gera lið að Íslandsmeisturum?

„Þetta er rosalegur hópur, svakalegur hópur en spurningin er: Er loginn logandi? Er Logi Ólafsson enn með það sem til þarf til að gera lið að Íslandsmeisturum. Hann er goðsögn í íslenskum fótbolta. Hann var Íslandsmeistari í gamla daga með ÍA og Víkingi, en hann hefur verið í því að koma inn og 'stabilísera' hlutina," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Hann kom inn í Víkina og 'stabilíseraði' hlutina eftir að það var búið að kveikja í öllu þegar Milos skokkaði burt. Einfaldur fótbolti, geggjuð týpa og hann kom öllu á gott ról. Sama með þegar hann datt í þetta með FH. Eftir að hafa hlustað á leikmennina þá var Eiður Smári að stýra þessu. Svo var Logi með þessa reynslu sem til þurfti."

„Ég mun aldrei gera neitt lítið úr Loga Ólafssyni en er neistinn logandi, er Logi í loganum til að gera lið að meistara. Þeir þurfa engan 'stabíliser'. Það verður mest spennandi við þetta. Þessi hópur getur unnið þetta mót blindandi."

Hægt er að hlusta á alla umræðuna hér að neðan.

Sjá einnig:
Auðvelt fyrir Loga að stíga inn - Matthías færir liðinu mikinn styrk
Útvarpsþátturinn - Stóri Pepsi Max þátturinn
Athugasemdir
banner