Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 25. apríl 2021 17:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hversu lengi hefur Tottenham beðið eftir titli?
Mynd: Getty Images
Tottenham þarf að bíða enn lengur eftir titli. Tottenham tapaði í dag í úrslitum deildabikarsins fyrir Manchester City, 1-0.

Tottenham náði að halda leiknum í 0-0 alveg fram á 82. mínútu en þá skoraði Aymeric Laporte sigurmarkið.

Þetta er gríðarlega svekkjandi úrslit fyrir Spurs og bið þeirra eftir titli heldur núna áfram. Síðast vann félagið titil fyrir 13 árum síðan en þá vann liðið einmitt deildabikarinn.

Það eru núna 13 ár, 56 dagar og tæpar tvær klukkustundir síðan Tottenham vann síðast titil.

Það er löngu kominn tími á titil hjá Tottenham. Biðin er orðin alltof löng. Jose Mourinho var rekinn frá Tottenham síðasta mánudag en það er alveg hægt að spyrja sig að því hvernig þessi leikur hefði farið ef hann væri enn stjóri liðsins. Hann elskar úrslitaleiki.

Hér að neðan má sjá svipmyndir úr úrslitaleik deildabikarsins 2008 þegar Tottenham vann 2-1 sigur á Chelsea í framlengingu.


Athugasemdir
banner
banner