Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 25. apríl 2021 19:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Spurs voru rassskelltir"
Man City vann deildabikarinn fjórða árið í röð.
Man City vann deildabikarinn fjórða árið í röð.
Mynd: Getty Images
Manchester City fór með sigur af hólmi gegn Tottenham í úrslitaleik enska deildabikarsins í dag.

Það var eiginlega með ólíkindum að City náði ekki að skora í fyrri hálfleik en staðan var markalaus eftir í leikhléi. City stjórnaði ferðinni frá A til Ö og hélt liðið áfram að pressa í seinni hálfleiknum.

Markið kom svo, á 82. mínútu. Aymeric Laporte skoraði þá með skalla eftir aukaspyrnu Kevin de Bruyne. Franski miðvörðurinn byrjaði í dag þar sem John Stones var í leikbanni, og hann var hetjan í þessum leik.

Chris Sutton, fyrrum sóknarmaður Blackburn og Chelsea, sagði að Spurs hefðu verið rasskelltir þrátt fyrir að leikurinn hefði bara endað 1-0.

„Spurs voru rasskelltir. City var með yfirburði, sérstaklega í fyrri hálfleiknum," sagði Sutton á BBC og bætti við: „Það er erfitt að tapa úrslitaleik, ég þekki það. Leikmenn Spurs verða vonsviknir með frammistöðunu. Þetta er glatað tækifæri fyrir þá."

Það eru núna 13 ár, 56 dagar og tæpar tvær klukkustundir síðan Tottenham vann síðast titil.

Það er löngu kominn tími á titil hjá Tottenham. Biðin er orðin alltof löng. Jose Mourinho var rekinn frá Tottenham síðasta mánudag en það er alveg hægt að spyrja sig að því hvernig þessi leikur hefði farið ef hann væri enn stjóri liðsins. Hann elskar úrslitaleiki.

Sjá einnig:
Hversu lengi hefur Tottenham beðið eftir titli?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner