Zubimendi nálgast Arsenal - Man Utd gæti skipt Höjlund út fyrir Lookman - Tottenham vill Rashford
   fös 25. apríl 2025 19:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kompany leiðrétti fréttamann - „Alveg ótrúlegt"
Mynd: Bayern München
Bayern Munchen getur orðið þýskur meistari um helgina á fyrsta tímabiilinu undir stjórn Vincent Kompany.

Ef liðið vinnur Mainz og Leverkusen mistekst að vinna Augsburg á morgun verður Bayern meistari.

Þetta yrði fyrsti stóri titill Harry Kane en Kompany þekkti það vel sem leikmaður að vinna titla. Hann vann tvo deildartitla í Belgíu og fjóra með Man City á Englandi.

Kompany er orðinn þreyttur á því að blaðamenn segi að þetta sé fyrsti titilinn hans sem stjóri.

„Þetta er ótrúlegt, þetta er í annað sinn í þessari viku sem einhver segir við mig að þetta verði fyrsti titillinn minn sem stjóri. Ég er búinn að vinna með Burnley," sagði Kompany en hann stýrði Burnley upp í úrvalsdeildina árið 2023.

„Já við unnum okkur upp um deild en við vorum efstir í töflunni sem þýðir að við unnum titil."
Athugasemdir
banner