Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 25. maí 2018 12:00
Magnús Már Einarsson
Landsliðsmenn spá í úrslitaleik Liverpool og Real Madrid
Hefur Liverpool betur á morgun?
Hefur Liverpool betur á morgun?
Mynd: Getty Images
Ronaldo þykir líklegur til að vera á skotskónum á morgun.
Ronaldo þykir líklegur til að vera á skotskónum á morgun.
Mynd: Getty Images
Liverpool og Real Madrid mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Kiev annað kvöld klukkan 18:45.

Fótbolti.net fékk nokkra leikmenn íslenska landsliðsins til að spá í spilin fyrir leikinn.



Ragnar Sigurðsson
Liverpool 2 - 0 Real Madrid
Þetta er 50/50 leikur að mínu mati en ég spái 2-0 fyrir Liverpool. Milner og Salah skora. Liverpool hefur ekki unnið ensku deildina í langan tíma en þegar þeir komast í úrslitaleik þá eru þeir með þennan X-faktor. Það er heldur ekki gaman að Real Madrid taki þetta þriðja árið í röð.

Hörður Björgvin Magnússon
Liverpool 1 - 2 Real Madrid
Salah skorar fyrsta markið en Ronaldo kemur og klárar þetta. Það verður jafnt í hálfleik en síðan verður vörnin hjá Real sterkari og Ronaldo tekur þetta í sínar hendur.

Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari
Liverpool 2 - 1 Real Madrid
Real er með reynsluna og þekkja svona leiki. Þeir hafa sýnt að þeir geta unnið leiki og skilað titlum þó þeir eigi ekki góða leiki. Ég er samt Liverpool maður og minn maður er þar á bekknum. Ég vona að Liverpool taki þetta. Framherjarnir fá ekki mikið pláss svo það gæti komið eitthvað eftir föst leikatriði. Ég segi að Van Dijk og Salah skori.

Jón Daði Böðvarsson
Liverpool 2 - 0 Real Madrid
Salah skorar bæði mörkin. Ég hef einhverja tilfinningu fyrir því að þetta verði ástríðufullt og fallegt eins og 2005. Þetta verður dramatík og spennanndi leikur.

Rúrik Gíslason
Liverpool 4 - 3 Real Madrid
Ég held að þetta verði opinn og skemmtilegur leikur. Salah skorar tvö og Ronaldo skorar tvö.
Athugasemdir
banner
banner
banner