Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
banner
   mið 25. maí 2022 22:45
Sverrir Örn Einarsson
Hólmar Örn: Maður kemur á hvern einasta leik hjá Keflavík
Hólmar Örn Rúnarsson
Hólmar Örn Rúnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gaman að koma á þennan völl, sækja sigur og komast áfram í bikarnum ég lýg því ekki. Við höfðum alveg trú á því að við gætum strítt þeim, sérstaklega í föstum leikatriðum þar sem við erum skeinuhættir og það kom á daginn og við fengum eitt mark úr því.“ Sagði Hólmar Örn Rúnarsson aðstoðarþjálfari Njarðvíkur eftir 4-1 sigur Njarðvíkur á Keflavík í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Bjarni Jóhannsson tók ekki annað í mál en að Bói eins og Hólmar er jafnan kallaður tæki fjölmiðlavaktina í kvöld enda Bói goðsögn í Keflavík og hafði látið aðeins í sér heyra í aðdraganda leiksins.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  4 Njarðvík

Njarðvíkurliðið var öflugt frá fyrstu mínútu leiksins og uppskar mark mjög snemma leiks. Var uppleggið að mæta Keflavíkurliðinu á fullu gasi framarlega á vellinum frá fyrstu mínútu.

„Maður kemur á hvern einasta leik hjá Keflavík á heimavelli sérstaklega og fylgist með. Við vissum alveg hvernig við ætluðum að leggja þennan leik upp og það tókst bara bærilega.“

Eins og frægt er orðið fór Bói í viðtal við Víkurfréttir nú á dögnum og lét Keflavík aðeins heyra það í því viðtali um viðskilnað sinn og annara við liðið eftir tímabilið 2018. Er hann orðinn kvitt við Keflavík?

„Já við erum nú kvitt, þetta var bara banter. Þetta eru allt góðir félagar mínir í stjórn og þetta var smá spunaspil hjá Víkurfréttum og ekkert kalt á milli okkar. Ég fékk góðan endi hjá Keflavík sem leikmaður en þetta setti einhvern tón fyrir þennan leik og við fengum fullt af fólki á völlinn og ég var alveg hrikalega ánægður með mætinguna hjá Njarðvíkingum.“

Sagði Bói en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner