Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   mið 25. maí 2022 22:45
Sverrir Örn Einarsson
Hólmar Örn: Maður kemur á hvern einasta leik hjá Keflavík
Hólmar Örn Rúnarsson
Hólmar Örn Rúnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gaman að koma á þennan völl, sækja sigur og komast áfram í bikarnum ég lýg því ekki. Við höfðum alveg trú á því að við gætum strítt þeim, sérstaklega í föstum leikatriðum þar sem við erum skeinuhættir og það kom á daginn og við fengum eitt mark úr því.“ Sagði Hólmar Örn Rúnarsson aðstoðarþjálfari Njarðvíkur eftir 4-1 sigur Njarðvíkur á Keflavík í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Bjarni Jóhannsson tók ekki annað í mál en að Bói eins og Hólmar er jafnan kallaður tæki fjölmiðlavaktina í kvöld enda Bói goðsögn í Keflavík og hafði látið aðeins í sér heyra í aðdraganda leiksins.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  4 Njarðvík

Njarðvíkurliðið var öflugt frá fyrstu mínútu leiksins og uppskar mark mjög snemma leiks. Var uppleggið að mæta Keflavíkurliðinu á fullu gasi framarlega á vellinum frá fyrstu mínútu.

„Maður kemur á hvern einasta leik hjá Keflavík á heimavelli sérstaklega og fylgist með. Við vissum alveg hvernig við ætluðum að leggja þennan leik upp og það tókst bara bærilega.“

Eins og frægt er orðið fór Bói í viðtal við Víkurfréttir nú á dögnum og lét Keflavík aðeins heyra það í því viðtali um viðskilnað sinn og annara við liðið eftir tímabilið 2018. Er hann orðinn kvitt við Keflavík?

„Já við erum nú kvitt, þetta var bara banter. Þetta eru allt góðir félagar mínir í stjórn og þetta var smá spunaspil hjá Víkurfréttum og ekkert kalt á milli okkar. Ég fékk góðan endi hjá Keflavík sem leikmaður en þetta setti einhvern tón fyrir þennan leik og við fengum fullt af fólki á völlinn og ég var alveg hrikalega ánægður með mætinguna hjá Njarðvíkingum.“

Sagði Bói en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner