Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   fim 25. maí 2023 20:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar Gunnlaugs: Ekkert grín fyrir þreytta varnarmenn að fá þessa inn á
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er gríðarlega ánægður, þetta er erfiður útivöllur og að vinna hérna 4-0, þetta var sannfærandi sigur," sagði Arnar Gunnlaugsson eftir öruggan sigur Víkings gegn KA á Akureyri í kvöld.


Lestu um leikinn: KA 0 -  4 Víkingur R.

„KA kom framarlega á völlinn í seinni hálfleik og voru að reyna ná þessu margblessaða þriðja marki, breyta stöðunni í 2-1 og gera leik úr þessu. Við það opnuðust mikið af svæðum og við settum óþreytta menn inn á sem er erfitt að eiga við."

Birnir Snær Ingason og Matthías Vilhjálmsson komu að þremur af fjórum mörkum liðsins. Þeim var skipt af velli ásamt Nikolaj Hansen og Erlingi Agnarssyni, það komu ekki verri menn inn á í staðin.

„Við fáum Danna (Danijel Djuric), Nóra (Arnór Borg), Helga (Guðjóns) og Ara (Sigurpáls) inn, það er ekkert grín fyrir þreytta varnarmenn að fá þessa inn á. Þeir komu líka inn á með hungur og gott hugarfar sem ég vil fá. Þeir voru að sanna sig, vilja fá fleiri mínútur og eru pirraðir. Þeir voru ekki að koma inn á og vera í fýlu og með einhverja kóngastæla, þeir spiluðu fyrir liðið og kerfið og uppskáru mörk og stoðsendingar," sagði Arnar.


Athugasemdir
banner