Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   fim 25. maí 2023 18:06
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Man Utd og Chelsea: Rashford á bekknum
Mynd: EPA
Manchester United og Chelsea mætast á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni klukkan 19:00 í kvöld en United getur tryggt Meistaradeildarsætið.

Erik ten Hag, stjóri United, breytir ekki sigurliði og stillir því upp nákvæmlega sama lið og vann Bournemouth, 1-0, um helgina.

Enski landsliðsmaðurinn Marcus Rashford er á bekknum hjá United en hann hefur misst af síðustu leikjum vegna meiðsla og veikinda.

Frank Lampard gerir þrjár breytingar á liði Chelsea. Mykhailo Mudryk, Carney Chukwuemeka og Noni Madueke koma allir inn í liðið en Raheem Sterling, Thiago Silva og Ruben Loftus-Cheek detta úr liðinu.

Man Utd: De Gea, Lindelöf, Varane, Shaw, Wan-Bissaka, Casemiro, Eriksen, Fernandes, Sancho, Antony, Martial.

Chelsea: Kepa, Chalobah, Fofana, Hall, Azpilicueta, Gallagher, Enzo, Chukwuemeka, Madueke, Mudryk, Havertz.
Athugasemdir
banner
banner
banner