Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 25. maí 2023 11:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísak ætlar sér að snúa aftur til Norrköping einn daginn
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson segir að sænska félagið Norrköping sé nálægt hjarta sínu.

Ísak, sem er tvítugur að aldri, er uppalinn hjá ÍA en skrifaði undir hjá Norrköping árið 2019. Þar steig hann mikilvæg skref á sínum ferli og á hann góðar minningar frá Svíþjóð.

Ísak segir í samtali við NT Sport að honum dreymir um að snúa aftur til Norrköping seinna á ferlinum.

„Þetta er mitt annað heimili," segir Ísak þegar hann ræðir um Norrköping.

Ísak er í dag leikmaður FC Kaupmannahafnar í Danmörku en þar er samkeppnin mikil. „Ég nýt þess mikið að vera hjá félaginu. Ég hef fengið tækifæri til að spila í Meistaradeildinni og við höfum unnið bæði deild og bikar. Ég vissi að samkeppnin hjá liðinu yrði mikil þegar ég skrifaði undir."

„Í síðasta leik fékk ég að spila á miðjunni og þá átti ég góðan leik þar sem ég lagði upp mark."

Sjá einnig:
Ísak Bergmann fær mikið hrós
Athugasemdir
banner
banner