Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. maí 2023 14:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísak Bergmann fær mikið hrós
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson hefur ekki verið í stóru hlutverki hjá FC Kaupmannahöfn í Danmörku á þessu tímabili.

Hann átti þó mjög góðan leik síðasta sunnudag þegar FCK vann 4-3 sigur gegn AGF.

Ísak kom inn í byrjunarliðið og hann lagði upp sigurmarkið fyrir Hollendinginn Kevin Diks á 87. mínútu.

Ísak hefur fengið mikið hrós frá stuðningsmönnum FCK eftir leikinn og fyrir sína framgöngu á tímabilinu. Fjölmiðlamaðurinn Kasper Kvart, sem fjallar um FCK, birti færslu á samfélagsmiðlinum Twitter í gær þar sem hann hrósaði Ísak í hástert.

Í færslunni hrósaði hann Skagamanninum unga fyrir að kvarta aldrei yfir að vera á bekknum, að gefa allt á hverjum degi og fyrir að vera mjög vingjarnleg manneskja - fyrir að vera mikill fagmaður.

Tístið hefur gengið góð viðbrögð á meðal stuðningsmanna og taka fleiri í sama streng. Einn segist vinna á veitingastað sem Ísak snæðir af og til á, en sá segir að Ísak sé afar vinalegur. Aðrir hrósa Íslendingnum fyrir frammistöðuna gegn AGF og það að hann skilji alltaf eftir 100 prósent inn á vellinum.

Jonas Alexander, fréttamaður á Viaplay segir að þetta sé mögulega fyrsti leikurinn þar sem Ísak leit út eins og átta (miðjumaður) sem hafi verið keyptur fyrir 30 milljónir danskra króna - en hann var keyptur til FCK frá Norrköping fyrir þá upphæð sumarið 2021.

Það er vonandi að Ísak byggi ofan á frammistöðuna gegn AGF í framhaldinu. Hann er aðeins tvítugur að aldri og það eru miklar vonir bundnar við hann fyrir framtíðina.


Athugasemdir
banner
banner
banner