Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 25. maí 2023 18:20
Elvar Geir Magnússon
Markverðir KA halda áfram að gera afdrifarík mistök
Matthías Vilhjálmsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Víking í Bestu deildinni.
Matthías Vilhjálmsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Víking í Bestu deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú stendur yfir leikur KA og Víkings í Bestu deildinni og gestirnir eru yfir á Akureyri þegar þessi frétt er skrifuð. Matthías Vilhjálmsson skoraði strax á þriðju mínútu, hans fyrsta mark fyrir Víking í Bestu deildinni.

„Jajalo sendir boltann beint í lappirnar á Nikolaj. Boltinn fer yfir á Birni Snæ sem setur boltann fyrir á Matthías og eftirleikurinn auðveldur," skrifaði Jóhann Þór Hólmgrímsson í beinni textalýsingu frá leiknum.

Kristijan Jajalo var settur í mark KA eftir að Steinþór Már Auðunsson, Stubbur, gerði keimlík mistök í síðustu umferð, gegn Breiðabliki. Hann gaf þá boltann beint á Gísla Eyjólfsson og braut síðan á honum í kjölfarið og vítaspyrna var dæmd.

Markverðir KA eru því heldur betur búnir að gera afdrifarík mistök upp á síðkastið.

Tveir leikir eru í Bestu deildinni í kvöld en klukkan 19:15 hefst leikur Breiðabliks og Vals í Kópavogi.
Athugasemdir
banner