Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   lau 25. maí 2024 17:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Vestri kom til baka og náði í stig á Meistaravöllum
Pétur Bjarnason
Pétur Bjarnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KR 2 - 2 Vestri
1-0 Benoný Breki Andrésson ('8 )
2-0 Benoný Breki Andrésson ('40 )
2-1 Vladimir Tufegdzic ('68 , víti)
2-2 Pétur Bjarnason ('71 )
Lestu um leikinn


Það var magnaður leikur á Meistaravöllum í dag þegar KR fékk Vestra í heimsókn.

Heimamenn byrjuðu leikinn betur og voru sangjarnt með tveggja marka forystu þar sem Benoný Breki skoraði tvö lagleg mörk.

Guy Smit, markvörður KR hefur verið í vandræðum á þessari leiktíð en hann gerði sig sekan um slæm mistök þegar hann braut á Silas Songani inn á teignum og vítaspyrna dæmd.

Vladimir Tufegdzic skoraði úr spyrnunni og stuttu síðar jafnaði Pétur Bjarnason metin fyrir Vestra og tryggði liðinu sterkt stig.


Athugasemdir
banner
banner