PSG íhugar að reyna við Rashford - Dewsbury-Hall orðaður við Chelsea - Archie Gray eftirsóttur
Rúnar Páll er mjög spenntur: Það er gír í okkur
Jökull óánægður með varnarleikinn: Vonbrigði fyrir okkur
Talar um einbeitingaleysi - „Það er ástæðan afhverju við erum í veseni“
Snýst ekki um að bíða eftir sigrinum - „Mæta á æfingar og æfa vel“
„Djuric is back"
Rúnar Kristins: Lífsnauðsynlegur sigur
Arnar Gunnlaugs eftir stórsigur: Finnst eins og sumarið sé að byrja
Davíð Smári: Alveg sorglega léleg blaðamennska
Dragan: Kjaftæði að fá á sig svona mark
Árni Freyr: Ég hefði örugglega verið pirraður að fá þetta rauða spjald á mig
Siggi talar um kraftaverk: Skrítnasta dómgæsla sem ég hef orðið vitni að
Chris Brazell: Ég kenni sjálfum mér um þetta
Magnús Már: Þetta er ógeðslega, ógeðslega pirrandi
Úlfur Arnar: Verður gaman að kaupa í matinn á morgun
Óli Hrannar: Flottur sigur sem við skópum í fyrri hálfleiknum
Sigurvin: Ömurlegt að tapa
John Andrews: Ég er himinlifandi
Kristján Guðmunds: Aðalmálið er að horfa á frammistöðuna
Frans: Kannski sanngjarnt miðað við seinni hálfleikinn
Gunnar Heiðar: Ég er stemmingsmaður
banner
   þri 25. júní 2024 21:53
Sölvi Haraldsson
Gunnar eftir sjöunda tapið í röð: Takk fyrir að minna mig á það
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður bara illa. Þetta er orðið ansi súrt.“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir sjöunda tap Fylkis í röð í deildinni.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  0 Fylkir

Gunnar telur að gæðin á seinasta þirðjungnum hafi ekki veirð til staðar í dag. 

„Þetta var barningsleikur. Hann spilaðist mikið á milli vítateiga. Bæði lið fengu ekki mörg opin færi. Við vorum oft að koma okkur í góðar stöður en þá vantaði bara gæðin á seinasta þriðjungnum að skapa okkur fleiri færi.

Tapleikurinn í dag var sjöundi tapleikur Fylkis í röð í deildinni.

Jújú takk fyrir að minna mig á það að það séu komnir 7 leikir. Já þetta svíður. Það er aldrei gaman að tapa fótboltaleik. Við erum ekki brotnar. Við höldum áfram og þurfum að þjappa okkur saman, það er bara næsti leikur. Það styttist alltaf í næsta sigur.“

Eva Rut, fyrirliði Fylkis, fór meidd af velli í dag en Gunnar segir að hún hafi spilað lengur í dag en hún átti í raun og veru að gera.

Hún var tæp fyrir þennan leik og fyrir norðan líka. Hún á í við smá meiðslum. Við píndum hana aðeins og spiluðum henni lengur en við ætluðum okkur að gera.“

Gunnar fékk gult spjald undir lok leiks fyrir mótlæti en hann segir að það féll nánast ekkert sáatriði með þeim í dag.

Það er lítið eftir og púlsinn er orðinn hár, maður verður að lifa sig inn í leikinn. Til að vera augljós hérna þá var á maður ekkert að vera að kvarta yfir einhverju innkasti. Hvert smáatriði skiptir samt máli og að þau falli fyrir okkur, mér fannst slíkt ekki falla fyrir okkur í dag. En svona er bara boltinn.“

Viðtalið við Gunnar í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner