Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
   þri 25. júní 2024 21:53
Sölvi Haraldsson
Gunnar eftir sjöunda tapið í röð: Takk fyrir að minna mig á það
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður bara illa. Þetta er orðið ansi súrt.“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir sjöunda tap Fylkis í röð í deildinni.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  0 Fylkir

Gunnar telur að gæðin á seinasta þirðjungnum hafi ekki veirð til staðar í dag. 

„Þetta var barningsleikur. Hann spilaðist mikið á milli vítateiga. Bæði lið fengu ekki mörg opin færi. Við vorum oft að koma okkur í góðar stöður en þá vantaði bara gæðin á seinasta þriðjungnum að skapa okkur fleiri færi.

Tapleikurinn í dag var sjöundi tapleikur Fylkis í röð í deildinni.

Jújú takk fyrir að minna mig á það að það séu komnir 7 leikir. Já þetta svíður. Það er aldrei gaman að tapa fótboltaleik. Við erum ekki brotnar. Við höldum áfram og þurfum að þjappa okkur saman, það er bara næsti leikur. Það styttist alltaf í næsta sigur.“

Eva Rut, fyrirliði Fylkis, fór meidd af velli í dag en Gunnar segir að hún hafi spilað lengur í dag en hún átti í raun og veru að gera.

Hún var tæp fyrir þennan leik og fyrir norðan líka. Hún á í við smá meiðslum. Við píndum hana aðeins og spiluðum henni lengur en við ætluðum okkur að gera.“

Gunnar fékk gult spjald undir lok leiks fyrir mótlæti en hann segir að það féll nánast ekkert sáatriði með þeim í dag.

Það er lítið eftir og púlsinn er orðinn hár, maður verður að lifa sig inn í leikinn. Til að vera augljós hérna þá var á maður ekkert að vera að kvarta yfir einhverju innkasti. Hvert smáatriði skiptir samt máli og að þau falli fyrir okkur, mér fannst slíkt ekki falla fyrir okkur í dag. En svona er bara boltinn.“

Viðtalið við Gunnar í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner