Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   þri 25. júní 2024 11:30
Brynjar Ingi Erluson
Snýr Coman aftur heim í PSG?
Mynd: Getty Images
Franska félagið Paris Saint-Germain hefur rætt við Bayern München um möguleg kaup á franska vængmanninum Kingsley Coman, en það er Sky Sports sem greinir frá þessum tíðindum.

Coman, sem er uppalinn í PSG, varð deildarmeistari með liðinu í tvígang áður en hann fór til Juventus á frjálsri sölu árið 2014.

Síðustu níu ár hefur hann spilað með Bayern München í Þýskalandi en nú er hann líklega á heimleið.

Sky greinir frá því að PSG hafi verið í sambandi við Bayern vegna Coman.

Bayern ætlar að hrista upp í hópnum í sumarglugganum og er Coman einn af þeim leikmönnum sem mega fara.

Þessi 28 ára gamli vængmaður á 57 landsleiki og 8 mörk að baki fyrir franska landsliðið. Hann er í franska landsliðshópnum sem tekur nú þátt á EM, en hann kom einmitt við sögu í markalausa jafnteflinu gegn Hollandi í síðustu umferð.
Athugasemdir
banner
banner