Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 25. júlí 2020 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestur í 2. deild: Gæti verið pabbi Hrólfs
Andy Pew (Þróttur Vogum)
Andy Pew til hægri.
Andy Pew til hægri.
Mynd: Þróttur V.
Hrólfur Sveinsson.
Hrólfur Sveinsson.
Mynd: Þróttur Vogum
Þróttur Vogum sigraði lið Selfoss í sjöttu umferð 2. deildar karla um síðustu helgi. Leikurinn fór 1-0 fyrir heimamenn í Þrótti og þótti Andrew James Pew standa upp úr í leiknum og er hann ICE-leikmaður umferðarinnar í 2. deild karla í boði ICE apple mint. Það er hlaðvarpsþátturinn Ástríðan sem tilkynnti fyrst um valið í þættinum á mánudag. Þáttinn má hlusta á í heild sinni hér neðst í fréttinni og umræðan um leik Þróttar og Selfoss hefst eftir sextán mínútur.

Andy verður fertugur í desember. Hann lék fyrst á Íslandi sumrin 2006 og 2007 með Selfossi. Hann kom svo aftur til landsins árið 2011 og hefur leikið hér á landi síðan.

„Hrólfur [Sveinsson] og Andy Pew voru frábærir í vörninni hjá Þrótturum, voru eins og klettar. Mjög líkir leikmenn, eini munurinn er að Andy gæti verið pabbi Hrólfs," sagði Óskar Smári Haraldsson um miðverði Þróttar.

„Turninn í vörninni hjá Þrótti Vogum, hélt hreinu gegn sterku liði Selfoss," sagði Sverrir Mar Smárason.

Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð - Hrvoje Tokic (Selfoss)
Bestur í 2. umferð - Oliver Helgi Gíslason (Haukar)
Bestur í 3. umferð - Nikola Dejan Djuric (Haukar)
Bestur í 4. umferð - Hrannar Snær Magnússon (KF)
Bestur í 5. umferð - Dino Hodzic (Kári)
Ástríðan - Pakkfullur þáttur eftir viðburðaríka helgi
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner