banner
   lau 25. júlí 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mourinho: Ég er meistari síðustu fimm leikja
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, er skemmtilegur persónuleiki sem er með tölfræðina á hreinu. Hann var á blaðamannafundi fyrir lokaumferð úrvalsdeildarinnar spurður hvort hann sé ennþá talinn heimsklassa stjóri.

Spurs endar í 6. eða 7. sæti deildarinnar, liðið mætir Crystal Palace á morgun og þarf að vonast til að annað hvort Wolves tapi stigum gegn Chelsea eða að Arsenal tapi úrslitaleik enska bikarsins til að ná Evrópudeildarsæti.

„Ef þetta snýst um einstaklinga og mína nálgun sem einstakling þá er ég í fjórða sæti í deildinni," sagði Mourinho.

„Ef ég þarf að sýna eitthvað þá skal ég reyna það. Ég kom þegar Spurs var í 14. sæti og átta stigum á eftir Arsenal. Ef tímabilið hefði byrjað þá væri þetta ekkert vesen. Ef þið viljið hlæja með mér þá er ég meistari síðustu fimm leikja."

„Mér finnst við á leið í rétta átt, vel skipulagðir og tökum þetta skref fyrir skref. Við þurfum að halda okkar leikmönnum og aðeins bæta við,"
sagði Mourinho um framþróun liðsins.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner