Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
   sun 25. júlí 2021 20:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óli Jó: Erum með okkar markmið og vinnum eftir því
Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH.
Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frábær sigur og fínn leikur af okkar hálfu. Ég er mjög sáttur," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, eftir 3-0 sigur gegn ÍA í Pepsi Max-deildinni í dag.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 FH

„Þeir voru undan vindi í fyrri hálfleik og það er ekki óeðlilegt að við þurfum að verjast þá aðeins. Það voru nokkrir boltar sem duttu í teignum okkar lausir en við náðum að hreinsa. Það var frábært að gera mark í fyrri hálfleik og fara með það inn."

FH komst í 1-0 með marki úr vítaspyrnu og Steven Lennon skoraði svo aftur úr víti snemma í seinni hálfleiknum.

„Mér fannst við vera með mikla yfirburði í seinni hálfleik... ég verð að viðurkenna að ég sá hvorugt vítið. Ég er búinn að spyrja leikmenn mína og þeir segja að þetta hafi verið 100 prósent víti. Ég sá það ekki."

FH er búið að fjarlægjast fallsvæðið eftir tvo sigra í röð í deildinni.

„Við teljum búa meira í þessu liði en hefur verið sýnt hingað til. Það eru ágætis framfarir hjá okkur núna."

„Við erum með okkar markmið og vinnum eftir því. Það þýðir ekki að fara fram úr sér."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner