Real Madrid vill varnarmann Tottenham - Newcastle setur svakalegan verðmiða á Isak - Guehi og Robinson til LIverpool?
   sun 25. júlí 2021 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Opnaði markareikninginn fyrir Stjörnuna með marki af 60 metrunum
Oliver Haurits.
Oliver Haurits.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan leiðir gegn Víkingum í Pepsi Max-deildinni. Markið sem var skorað var eitt af mörkum tímabilsins.

„NEIIIII HÆTTTU!!!!!?????? Þetta var sturlað mark!!!!!" skrifaði Sæbjörn Þór Steinke í beinni textalýsingu frá leiknum.

Danski sóknarmaðurinn Oliver Haurits opnaði markareikning sinn fyrir Stjörnuna með marki af 60 metrunum.

„Oliver fékk boltann fyrir aftan miðju, fór fram hjá Karli sýndist mér, sá að Doddi var framarlega í markinu og skoraði með skoti úr miðjuboganum á eigin vallarhelmingi!!! Doddi reyndi að hlaupa til baka en skotið var það gott að hann átti ekki möguleika."

VÁ!!!


Það verður áhugavert að sjá hvernig leikurinn þróast núna en þetta var svo sannarlega eitt af mörkum tímabilsins.

Textalýsingar kvöldsins:
19:15 HK - Valur
19:15 Keflavík - Breiðablik
19:15 Víkingur R. - Stjarnan


Athugasemdir
banner
banner
banner