Real Madrid vill varnarmann Tottenham - Newcastle setur svakalegan verðmiða á Isak - Guehi og Robinson til LIverpool?
   sun 25. júlí 2021 18:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Lennon magnaður og KA vann á erfiðum útivelli
Magnaður.
Magnaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir var hetja KA í Breiðholtinu.
Ásgeir var hetja KA í Breiðholtinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steven Lennon er heldur betur vaknaður. Hann gekk frá ÍA er FH fór upp á Akranes í Pepsi Max-deildinni í dag.

Lennon kom FH yfir í dag eftir rúmlega hálftími leik. Hann skoraði af vítapunktinum eftir að það var brotið á honum innan teigs. Það var hárréttur dómur að mati fréttaritara Fótbolta.net á vellinum.

Gestirnir voru með forystuna í hálfleik, en snemma í seinni hálfleiknum skoraði Lennon aftur af vítapunktinum. Það var ekki alveg eins réttur dómur. „Þetta var rosalega soft víti. Eggert Gunnþór datt mjög auðveldlega," skrifaði Benjamín Þórðarson í beinni textalýsingu.

Lennon fullkomnaði þrennu sína og gekk frá leiknum á 56. mínútu eftir flottan undirbúning frá Baldri Loga Guðlaugssyni.

Bæði lið hefðu svo sannarlega getað skorað eftir þriðja mark Lennon en fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur því 3-0 fyrir FH sem er heldur betur búið að fjarlægjast fallsvæðið núna. FH er með 18 stig í sjötta sæti, en ÍA er á botninum með níu stig.

KA náði í sigur á mjög erfiðum útivelli
Í Breiðholtinu tókst KA að vinna sinn annan leik í röð er þeir mættu Leikni á einum erfiðasta útivelli landsins.

„Ásgeir Sigurgeirsson fær boltann við vítateigshornið vinstra megin frá Hendrickx og keyrir inn í átt að marki og smyr boltann innanfótar beint í fjærhornið!" skrifaði Anton Freyr Jónsson þegar Ásgeir kom KA yfir á 13. mínútu leiksins.

Stubbur var virkilega flottur í marki KA og hann sá til þess að staðan var 1-0 í hálfleik.

Þessi leikur var ekki alveg sá besti en á 77. mínútu gerðist þetta: „ SÓLON BREKI FELLUR INN Á TEIG EN EKKERT DÆMT!"

„Kemur fyrirgjöf frá vinstri inn á teiginn og Sólon Breki nær valdi á boltanum. Það er brotið á honum virðist vera. Boltinn fellur fyrir fætur Manga sem nær skoti en boltinn yfir markið," skrifaði Anton Freyr sem var ekki viss um þarna hefði verið um víti að ræða eða ekki.

Það var mark Ásgeirs sem réði úrslitum, lokatölur 1-0 og KA er núna í fjórða sæti með 23 stig - fjórum stigum frá toppnum. Leiknir er í sjöunda sæti með 17 stig.

Leiknir R. 0 - 1 KA
0-1 Ásgeir Sigurgeirsson ('13 )
Lestu um leikinn

ÍA 0 - 3 FH
0-1 Steven Lennon ('33 , víti)
0-2 Steven Lennon ('49 , víti)
0-3 Steven Lennon ('56 )
Lestu um leikinn

Textalýsingar kvöldsins:
19:15 HK - Valur
19:15 Keflavík - Breiðablik
19:15 Víkingur R. - Stjarnan
Athugasemdir
banner
banner
banner