Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 25. júlí 2022 16:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fulham fær Solomon frá Shakhtar (Staðfest)
Mynd: Fulham
Fulham hefur gengið frá því að fá Manor Solomon á eins árs „lánssamningi" frá úkraínska félaginu Shakhtar Donetsk. Solomon nýtti sér ákvæði FIFA sem frystir samning hans við Shakhtar um eitt ár vegna stríðsástandsins í Úkraínu.

Solomon er 22 ára ísraelskur landsliðsmaður og er þriðji leikmaðurinn sem Fulham fær í sínar raðir í sumar. Hann er sóknarsinnaður miðjumaður sem getur einnig spilað á vængjunum.

Áður höfðu þeir Joao Palhinha (frá Sportingþ) og Andreas Pereira (frá Manchester United) gengið í raðir félagsins. Solomon skoraði fjögur mörk í 24 leikjum í öllum keppnum á síðasta tímabili með Shakhtar.

Solomon lék með ísraelska landsliðinu á móti því íslenska í síðasta mánuði. Liðin mættust heima og að heiman í Þjóðadeildinni.

Það styttist einnig í að Kevin Mbabu verði kynntur nýr leikmaður Fulham. Hægri bakvörðurinn er að koma frá Wolfsburg og greiðir Fulham um 6,5 milljónir punda fyrir hann.
Athugasemdir