Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   þri 25. júlí 2023 22:06
Elvar Geir Magnússon
Helgi Sig: Ef ég er orðinn vandamálið í Grindavík þá er eitthvað mikið að
Lengjudeildin
Helgi Sigurðsson.
Helgi Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Pétur Lýðsson.
Guðjón Pétur Lýðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík hefur verið að hrapa niður töfluna í Lengjudeildinni en í kvöld beið liðið ósigur gegn Selfossi 2-0. Helgi Sigurðsson þjálfari Grindvíkinga segir að sjálfstraustið í leikmannahópnum sé við frostmark.

Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  0 Grindavík

„Þetta var langt frá því að vera nægilega gott. Ég held að það viti það allir, hvort sem það eru við í þjálfarateyminu eða leikmenn, að þetta er langt frá því að vera nægilega gott. Þetta hefur með sjálfstraust að gera, menn verða litlir í sér og við vorum hvergi nálægt því að skora," sagði Helgi eftir leikinn.

„Við erum í miklu basli í sóknarleiknum og það er erfitt að eiga við þetta þegar sjálfstraustið er komið svona langt niður. Það er mikil brekka og það þarf margt að breytast."

Talað hefur verið um að sæti Helga sé heitt.

„Það eru allir svekktir yfir þessu en það sem stendur upp úr er að ég ber auðvitað ábyrgð á þessu og þarf að finna einhverjar lausnir. Það er ekki létt að finna lausnir," sagði Helgi.

„Það þýðir ekki að horfa bara á þjálfarann og bíða bara eftir að það gerist eitthvað með hann. Leikmennirnir spila leikinn og við erum auðvitað hér til að hjálpa þeim. Ef ég er orðinn vandamálið í Grindavík þá er orðið eitthvað mikið að. En auðvitað tek ég ábyrgðina sem þjálfari. Ef menn vilja gera breytingar þá gera þeir bara breytingar. Ég hef samt fulla trú á því að við getum snúið þessu við. En við þurfum allir að fara að gera betur, hvort sem það er þjálfarateymið eða leikmenn. Við erum í þessu saman."

Guðjón Pétur aftur til æfinga á morgun
Guðjón Pétur Lýðsson var utan leikmannahóps Grindavíkur annan leikinn í röð, eftir lætin sem urðu eftir leikinn gegn Gróttu. Sögusagnir hafa verið í gangi um að Guðjón gæti verið á leið frá Grindavík en Helgi segir það ekki satt.

„Hann mætir á æfingu á morgun. Þetta mál hefur tekið á hann og við gáfum honum aukadaga til að jafna sig á því. Hann er væntanlegur inn í hópinn aftur á morgun."
Athugasemdir