Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 25. júlí 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Góðir leikir í Lengjudeildunum
Mynd: Raggi Óla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru átta leikir á dagskrá í íslenska boltanum í dag og eru fjórir þeirra í Lengjudeild karla og einn í Lengjudeild kvenna.

Í karlaflokki má búast við mikilli spennu enda er gríðarlega stutt á milli liða í afar jafnri deild. Afturelding, Njarðvík, ÍR og Grótta eiga heimaleiki.

Í kvennaflokki tekur Fram á móti ÍA í eina leik kvöldsins þar sem hart verður barist, enda eru liðin jöfn á stigum í neðri hluta deildarinnar og þurfa bæði sigur til að klifra upp töfluna.

Að lokum á KFG heimaleik við Hött/Hugin í 2. deild á meðan KFR og Smári eiga heimaleiki í 5. deildinni.

Sambandsdeildin - íslensku liðin:
18:45 Valur-St. Mirren (Valsvöllur)
18:45 Víkingur R.-Egnatia (Víkingsvöllur)
19:00 Stjarnan-Paide (Samsungvöllurinn)
19:15 Breiðablik-Drita (Kópavogsvöllur)

Lengjudeild karla
19:15 Afturelding-Keflavík (Malbikstöðin að Varmá)
19:15 Njarðvík-Þróttur R. (Rafholtsvöllurinn)
19:15 ÍR-Leiknir R. (ÍR-völlur)
19:15 Grótta-Grindavík (Vivaldivöllurinn)

Lengjudeild kvenna
19:15 Fram-ÍA (Lambhagavöllurinn)

2. deild karla
19:15 KFG-Höttur/Huginn (Miðgarður)

5. deild karla - B-riðill
20:00 KFR-SR (SS-völlurinn)
20:00 Smári-Stokkseyri (Fagrilundur - gervigras)
Athugasemdir
banner
banner