Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 25. ágúst 2019 17:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svíþjóð: Kristianstad sigraði í Íslendingaslag
Elísabet ásamt Birni Sigurbjörnssyni.
Elísabet ásamt Birni Sigurbjörnssyni.
Mynd: Twitter
Fjórir leikir fóru fram í sænsku kvenna Allsvenskan í dag. Í þremur þeirra voru Íslendingar viðloðnir leikinn.

Pitea 1 - 1 Rosengard

Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í óvæntu jafntefli toppliðs Rosengard gegn Pitea. Pitea var fyrir leikinn í 8. sæti deildarinnar. Glódís fékk gult spjald á 54. mínútu. Rosengard lenti undir í leiknum en jafnaði á 74. mínútu leiksins.

Kristianstad 2 - 0 Djurgarden

Sif Atladóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir voru í byrjunarliði Kristianstad þegar liðið lagði Íslendingalið Djurgarden, 2-0, á heimaelli í dag. Therese Ivarsson gerði bæði mörk Kristianstad. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad. Sif og Svava voru báðar teknar af velli eftir að Kristianstad komst í 2-0.

Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leikinn í liði Djurgarden en Guðrún Arnardóttir sat allan tímann á varamannabekknum. Ingibjörg fékk gult spjald á 89. mínútu leiksins.

Örebro 0 -1 Bunkeflo

Andrea Celeste Thorisson Díaz sat allan tímann á varamannabekk Bunkeflo sem sigraði Örebro 0-1 á útivelli. Andrea á íslenskan föður en móðir hennar kemur frá Perú. Hún á leiki bæði með U17 ára landsliði Íslands sem og U19 ára landsliðinu. Þá hefur hún einnig leikið með U19 ára landsliði Svía. Andrea er 21 árs gömul.

Rosengard er sem fyrr segir í toppsæti deildarinnar, Kristianstad er í sjötta sætinu, Bunkeflo því tíunda, stigi fyrir ofan Djurgarden sem er í 11. sæti sem er jafnframt næstneðsta sæti og annað af fallsætunum.
Athugasemdir
banner
banner