Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. ágúst 2019 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Wan-Bissaka: Ég elska að tækla
Mynd: Getty Images
Bakvörðurinn ungi Aaron Wan-Bissaka gekk í raðir Manchester United í sumar fyrir 50 milljónir punda.

Hann er búinn að spila alla þrjá leiki liðsins á tímabilinu og hefur staðið sig nokkuð vel. Hann fór í viðtal við United Review og talaði um leikstílinn sinn.

„Ég elska að tækla. Markmið mitt fyrir hvern leik er að eiga sem flestar heppnaðar tæklingar. Ég er vonsvikinn þegar ég kem úr leik án þess að eiga mikið af tæklingum," sagði Wan-Bissaka.

„Það þarf þó ekki að vera neikvætt að ég sé að tækla líkið. Það gæti þýtt að kantmaðurinn hafi ekki nógu mikið sjálfstraust til að keyra stöðugt á mig.

„Ég veit að kantmenn hata að vera tæklaðir, ég man þegar ég var kantmaður þoldi ég það ekki. Ég elska að tækla því það eykur sjálfstraustið mitt og tekur allt stress í burtu. Ég kemst inn í leikinn þegar ég næ góðri tæklingu."

Athugasemdir
banner
banner
banner