Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
John Andrews: Takk Ási
Guðni: FH liðið er án ansi margra leikmanna sem hefðu átt að spila
Magnað sumar í Dal draumanna - „Þá hefðum við farið í fallsæti"
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
   sun 25. ágúst 2024 16:45
Sævar Þór Sveinsson
Berglind Rós: Við ætlum að vinna þennan Íslandsmeistaratitil
Berglind Rós Ágústsdóttir.
Berglind Rós Ágústsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur sigraði FH 4-2 á Kaplakrikavelli í dag þegar liðin mættust í síðustu umferð Bestu deildar kvenna áður en deildinni er svo skipt í tvo hluta. Berglind Rós Ágústsdóttir skoraði sjálf tvö mörk í leiknum.


Lestu um leikinn: FH 2 -  4 Valur

Mjög gott. Alltaf gott að vinna og mér fannst við eiga þetta skilið þannig þetta er bara mjög gott.

Við byrjuðum leikinn ekki vel. Það tók okkur smá tíma að komast inn í leikinn. Þegar þær skora þá vissum við að við þyrftum að gefa í og við gerðum það og jöfnuðum. Fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstakur hjá okkur. En við ákváðum bara að ýta á on takkann í seinni hálfleik og það gekk.

Berglind skoraði tvö mörk í leiknum, sem gerist ekki á hverjum degi hjá henni.

Já, það gerist ekki oft að maður skorar tvö þannig þetta er extra einstakt þegar þetta gerist af því maður er djúpur miðjumaður og þá er maður ekkert mikið að fara fram. En þegar það gerist þá er það mjög gott þannig þetta er bara geggjað.

En eigum við þá von á fleiri mörkum á næstunni frá Berglindi?

Auðvitað maður er alltaf gráðug í að skora en það bara kemur í ljós. Það fer bara eftir því hvernig leikurinn spilast en auðvitað vil ég hjálpa liðinu að vinna og ef það er að skora þá ætla ég að gera það.“

Núna verður deildinni skipt í tvo hluta og endaspretturinn er framundan.

Við erum efstar eins og staðan er núna og við ætlum að halda því áfram. Það eru fimm leikir eftir og við tökum bara einn leik í einu og við ætlum að vinna þennan Íslandsmeistaratitil.


Athugasemdir
banner
banner