Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   sun 25. ágúst 2024 16:45
Sævar Þór Sveinsson
Berglind Rós: Við ætlum að vinna þennan Íslandsmeistaratitil
Kvenaboltinn
Berglind Rós Ágústsdóttir.
Berglind Rós Ágústsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur sigraði FH 4-2 á Kaplakrikavelli í dag þegar liðin mættust í síðustu umferð Bestu deildar kvenna áður en deildinni er svo skipt í tvo hluta. Berglind Rós Ágústsdóttir skoraði sjálf tvö mörk í leiknum.


Lestu um leikinn: FH 2 -  4 Valur

Mjög gott. Alltaf gott að vinna og mér fannst við eiga þetta skilið þannig þetta er bara mjög gott.

Við byrjuðum leikinn ekki vel. Það tók okkur smá tíma að komast inn í leikinn. Þegar þær skora þá vissum við að við þyrftum að gefa í og við gerðum það og jöfnuðum. Fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstakur hjá okkur. En við ákváðum bara að ýta á on takkann í seinni hálfleik og það gekk.

Berglind skoraði tvö mörk í leiknum, sem gerist ekki á hverjum degi hjá henni.

Já, það gerist ekki oft að maður skorar tvö þannig þetta er extra einstakt þegar þetta gerist af því maður er djúpur miðjumaður og þá er maður ekkert mikið að fara fram. En þegar það gerist þá er það mjög gott þannig þetta er bara geggjað.

En eigum við þá von á fleiri mörkum á næstunni frá Berglindi?

Auðvitað maður er alltaf gráðug í að skora en það bara kemur í ljós. Það fer bara eftir því hvernig leikurinn spilast en auðvitað vil ég hjálpa liðinu að vinna og ef það er að skora þá ætla ég að gera það.“

Núna verður deildinni skipt í tvo hluta og endaspretturinn er framundan.

Við erum efstar eins og staðan er núna og við ætlum að halda því áfram. Það eru fimm leikir eftir og við tökum bara einn leik í einu og við ætlum að vinna þennan Íslandsmeistaratitil.


Athugasemdir
banner
banner
banner