Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
banner
   sun 25. ágúst 2024 16:45
Sævar Þór Sveinsson
Berglind Rós: Við ætlum að vinna þennan Íslandsmeistaratitil
Kvenaboltinn
Berglind Rós Ágústsdóttir.
Berglind Rós Ágústsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur sigraði FH 4-2 á Kaplakrikavelli í dag þegar liðin mættust í síðustu umferð Bestu deildar kvenna áður en deildinni er svo skipt í tvo hluta. Berglind Rós Ágústsdóttir skoraði sjálf tvö mörk í leiknum.


Lestu um leikinn: FH 2 -  4 Valur

Mjög gott. Alltaf gott að vinna og mér fannst við eiga þetta skilið þannig þetta er bara mjög gott.

Við byrjuðum leikinn ekki vel. Það tók okkur smá tíma að komast inn í leikinn. Þegar þær skora þá vissum við að við þyrftum að gefa í og við gerðum það og jöfnuðum. Fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstakur hjá okkur. En við ákváðum bara að ýta á on takkann í seinni hálfleik og það gekk.

Berglind skoraði tvö mörk í leiknum, sem gerist ekki á hverjum degi hjá henni.

Já, það gerist ekki oft að maður skorar tvö þannig þetta er extra einstakt þegar þetta gerist af því maður er djúpur miðjumaður og þá er maður ekkert mikið að fara fram. En þegar það gerist þá er það mjög gott þannig þetta er bara geggjað.

En eigum við þá von á fleiri mörkum á næstunni frá Berglindi?

Auðvitað maður er alltaf gráðug í að skora en það bara kemur í ljós. Það fer bara eftir því hvernig leikurinn spilast en auðvitað vil ég hjálpa liðinu að vinna og ef það er að skora þá ætla ég að gera það.“

Núna verður deildinni skipt í tvo hluta og endaspretturinn er framundan.

Við erum efstar eins og staðan er núna og við ætlum að halda því áfram. Það eru fimm leikir eftir og við tökum bara einn leik í einu og við ætlum að vinna þennan Íslandsmeistaratitil.


Athugasemdir
banner