Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   sun 25. ágúst 2024 20:08
Brynjar Ingi Erluson
Fer Sancho til Chelsea?
Chelsea er að skoða það að fá Sancho
Chelsea er að skoða það að fá Sancho
Mynd: Getty Images
Chelsea er að skoða þann möguleika að fá Jadon Sancho frá Manchester United en þetta kemur fram á Sky Sports.

Englendingurinn kom aftur til United í sumar eftir að hafa eytt síðari hluta síðasta tímabils hjá Borussia Dortmund.

Hann og Erik ten Hag, stjóri félagsins, grófu stríðsöxina, en Sancho hefur þrátt fyrir það ekkert fengið að spila í fyrstu tveimur leikjum deildarinnar.

Ítalska félagið Juventus hefur átt í viðræðum við United um Sancho, en samkvæmt Sky er Chelsea komið í baráttuna, en félagið er skoða það að kaupa hann eða fá hann á láni. Það kemur þá til greina að senda leikmann til United í skiptum.

Chelsea ætlar þá að fá framherja inn í hópinn en þar hefur Victor Osimhen, leikmaður Napoli, verið til umræðu. Hann þyrfti þó líklegast að vera tilbúinn að sætta sig við töluvert lægri laun en flestar stjörnur úrvalsdeildarinnar eru að þéna.
Athugasemdir
banner
banner
banner