Tel gæti farið á Old Trafford - Ferguson orðaður við Chelsea - Man City eltir spænskan miðjumann
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
   sun 25. ágúst 2024 17:48
Kjartan Leifur Sigurðsson
Nik: Þetta var rugbýtækling og á að vera rautt spjald
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var flott frammistaða og allir skiluðu sínu á báðum endum. Við vorum mjög góðar enn og aftur og ég er mjög ánægður." Segir Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 4-0 sigur gegn Víkingi í Bestu deild kvenna.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Víkingur R.

Blikar voru með yfirhöndina allan leikinn en drápu leikinn í seinni hálfleik með tveimur mörkum snemma í seinni hálfleiknum.

„Ég sagði stelpunum að halda áfram að gera það sama í hálfleikshléinu. Við hefðum getað verið með stærri forystu í hálfleik. Við þurftum bara að halda haus og koma inn í seinni hálfleik með sama hugarfar og nýta færin betur."

Nik Chamberlain sagði eftir seinasta leik, sem var gegn Þrótti, að frammistaðan hafi verið sú besta á tímabilinu. Frammistaðan í dag var engu síðri.

„Þetta var öðruvísi frammistaða í dag. í dag var þetta meiri alhliða frammistaða, líklega var hún því betri í dag. Við getum ekki beðið um meira."

Agla María Albertsdóttir er hægt og rólega að koma til baka eftir erfið meiðsli sem hún varð fyrir fyrr á tímabilinu.

„Hún þarf leikæfingu. Hún mun fá mínútur og á endanum mun hún geta spilað 90 mínútur."

Birta Georgsdóttir fór meidd útaf en meiðslin litu ekki mjög vel út.

„Birta er meidd út tímabilið geri ég ráð fyrir sem er óheppilegt, að er erfitt að koma til baka úr svona hnémeiðslum á svona stuttum tíma. Þetta gerðist þegar það var brotið á henni í vítinu. Þetta var rugbytækling. Mér fannst þetta eiga að vera rautt spjald. Ég skil ekki hvernig þetta er ekki rautt spjald, það var enginn tilraun til þess að vinna boltann."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner