Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
John Andrews: Takk Ási
Guðni: FH liðið er án ansi margra leikmanna sem hefðu átt að spila
Magnað sumar í Dal draumanna - „Þá hefðum við farið í fallsæti"
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
   sun 25. ágúst 2024 17:48
Kjartan Leifur Sigurðsson
Nik: Þetta var rugbýtækling og á að vera rautt spjald
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var flott frammistaða og allir skiluðu sínu á báðum endum. Við vorum mjög góðar enn og aftur og ég er mjög ánægður." Segir Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 4-0 sigur gegn Víkingi í Bestu deild kvenna.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Víkingur R.

Blikar voru með yfirhöndina allan leikinn en drápu leikinn í seinni hálfleik með tveimur mörkum snemma í seinni hálfleiknum.

„Ég sagði stelpunum að halda áfram að gera það sama í hálfleikshléinu. Við hefðum getað verið með stærri forystu í hálfleik. Við þurftum bara að halda haus og koma inn í seinni hálfleik með sama hugarfar og nýta færin betur."

Nik Chamberlain sagði eftir seinasta leik, sem var gegn Þrótti, að frammistaðan hafi verið sú besta á tímabilinu. Frammistaðan í dag var engu síðri.

„Þetta var öðruvísi frammistaða í dag. í dag var þetta meiri alhliða frammistaða, líklega var hún því betri í dag. Við getum ekki beðið um meira."

Agla María Albertsdóttir er hægt og rólega að koma til baka eftir erfið meiðsli sem hún varð fyrir fyrr á tímabilinu.

„Hún þarf leikæfingu. Hún mun fá mínútur og á endanum mun hún geta spilað 90 mínútur."

Birta Georgsdóttir fór meidd útaf en meiðslin litu ekki mjög vel út.

„Birta er meidd út tímabilið geri ég ráð fyrir sem er óheppilegt, að er erfitt að koma til baka úr svona hnémeiðslum á svona stuttum tíma. Þetta gerðist þegar það var brotið á henni í vítinu. Þetta var rugbytækling. Mér fannst þetta eiga að vera rautt spjald. Ég skil ekki hvernig þetta er ekki rautt spjald, það var enginn tilraun til þess að vinna boltann."

Athugasemdir
banner
banner