Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   sun 25. ágúst 2024 17:48
Kjartan Leifur Sigurðsson
Nik: Þetta var rugbýtækling og á að vera rautt spjald
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var flott frammistaða og allir skiluðu sínu á báðum endum. Við vorum mjög góðar enn og aftur og ég er mjög ánægður." Segir Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 4-0 sigur gegn Víkingi í Bestu deild kvenna.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Víkingur R.

Blikar voru með yfirhöndina allan leikinn en drápu leikinn í seinni hálfleik með tveimur mörkum snemma í seinni hálfleiknum.

„Ég sagði stelpunum að halda áfram að gera það sama í hálfleikshléinu. Við hefðum getað verið með stærri forystu í hálfleik. Við þurftum bara að halda haus og koma inn í seinni hálfleik með sama hugarfar og nýta færin betur."

Nik Chamberlain sagði eftir seinasta leik, sem var gegn Þrótti, að frammistaðan hafi verið sú besta á tímabilinu. Frammistaðan í dag var engu síðri.

„Þetta var öðruvísi frammistaða í dag. í dag var þetta meiri alhliða frammistaða, líklega var hún því betri í dag. Við getum ekki beðið um meira."

Agla María Albertsdóttir er hægt og rólega að koma til baka eftir erfið meiðsli sem hún varð fyrir fyrr á tímabilinu.

„Hún þarf leikæfingu. Hún mun fá mínútur og á endanum mun hún geta spilað 90 mínútur."

Birta Georgsdóttir fór meidd útaf en meiðslin litu ekki mjög vel út.

„Birta er meidd út tímabilið geri ég ráð fyrir sem er óheppilegt, að er erfitt að koma til baka úr svona hnémeiðslum á svona stuttum tíma. Þetta gerðist þegar það var brotið á henni í vítinu. Þetta var rugbytækling. Mér fannst þetta eiga að vera rautt spjald. Ég skil ekki hvernig þetta er ekki rautt spjald, það var enginn tilraun til þess að vinna boltann."

Athugasemdir
banner
banner
banner