Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   sun 25. ágúst 2024 17:48
Kjartan Leifur Sigurðsson
Nik: Þetta var rugbýtækling og á að vera rautt spjald
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var flott frammistaða og allir skiluðu sínu á báðum endum. Við vorum mjög góðar enn og aftur og ég er mjög ánægður." Segir Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 4-0 sigur gegn Víkingi í Bestu deild kvenna.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Víkingur R.

Blikar voru með yfirhöndina allan leikinn en drápu leikinn í seinni hálfleik með tveimur mörkum snemma í seinni hálfleiknum.

„Ég sagði stelpunum að halda áfram að gera það sama í hálfleikshléinu. Við hefðum getað verið með stærri forystu í hálfleik. Við þurftum bara að halda haus og koma inn í seinni hálfleik með sama hugarfar og nýta færin betur."

Nik Chamberlain sagði eftir seinasta leik, sem var gegn Þrótti, að frammistaðan hafi verið sú besta á tímabilinu. Frammistaðan í dag var engu síðri.

„Þetta var öðruvísi frammistaða í dag. í dag var þetta meiri alhliða frammistaða, líklega var hún því betri í dag. Við getum ekki beðið um meira."

Agla María Albertsdóttir er hægt og rólega að koma til baka eftir erfið meiðsli sem hún varð fyrir fyrr á tímabilinu.

„Hún þarf leikæfingu. Hún mun fá mínútur og á endanum mun hún geta spilað 90 mínútur."

Birta Georgsdóttir fór meidd útaf en meiðslin litu ekki mjög vel út.

„Birta er meidd út tímabilið geri ég ráð fyrir sem er óheppilegt, að er erfitt að koma til baka úr svona hnémeiðslum á svona stuttum tíma. Þetta gerðist þegar það var brotið á henni í vítinu. Þetta var rugbytækling. Mér fannst þetta eiga að vera rautt spjald. Ég skil ekki hvernig þetta er ekki rautt spjald, það var enginn tilraun til þess að vinna boltann."

Athugasemdir
banner
banner
banner