Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
banner
   fös 25. september 2020 19:23
Hilmar Jökull Stefánsson
Jóhannes Karl: Þurfum betri dómara
Jóhannes Karl, þjálfari KR, í leik fyrr í sumar.
Jóhannes Karl, þjálfari KR, í leik fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, var að vonum svekktur með leik sinna kvenna í kvöld eftir 2-0 tap gegn Stjörnunni á Meistaravöllum en KR liðið situr ennþá sem fastast á botni deildarinnar.

Inntur eftir fyrstu viðbrögðum eftir leik hafði Kalli þetta að segja.

„Aðallega bara svekkelsi. Ég er verulega ósáttur og svekktur með þennan fyrri hálfleik. Við mætum ekki til leiks og Stjarnan í rauninni valtar yfir okkur í fyrri hálfleik og 2-0 sanngjörn staða í hálfleik og það er oft erfitt að koma til baka eftir það. Við spilum betri fótbolta í seinni hálfleik en erum aldrei að ná að skapa okkur þannig að það sé veruleg hætta. Fáum hörkufæri á fyrstu mínútu seinni hálfleiks og svo hefðum við líklega viljað vítaspyrnu aðeins seinna í leiknum en þetta er bara ekki nóg. Við þurfum að skapa okkur meira ef við ætlum að skora mörk.“

Lestu um leikinn: KR 0 -  2 Stjarnan

KR átti að fá víti í stöðunni 2-0 fyrir Stjörnunni þegar að Arna Dís fellir Angelu í teig Stjörnukvenna en Bríet dæmdi aukaspyrnu. Fótbolti.net hefur myndir undir höndum sem sýna að brotið á sér stað í vítateignum, hvað fannst Kalla um það?

„Bara sorglegt. Bríet er búin að dæma marga leiki og hún er alltaf sanngjörn á bæði lið og allt það. Við þurfum betri dómgæslu, við þurfum hreyfanlegri dómara sem fylgja leiknum, þeir verða að vera betur staðsettir og ef hún sér þetta ekki þá er það óafsakanlegt. Það sem meira er, hún spjaldar ekki einu sinni leikmanninn þannig að ég á ekki orð yfir því sem var í gangi þarna.“

KR liðið hefur leikið fæst allra liða í deildinni og mun verða mikið álag á leikmönnum liðsins þar sem liðið spilar 6 leiki á næstu 23 dögum, hefur Kalli áhyggjur af því?

„Við höfum verulegar áhyggjur af heilsu leikmanna og höfum látið KSÍ vita af því en ég held að við fáum fá svör þaðan þannig að við þurfum bara að treysta á okkur. Í dag er Þórdís í banni og Katrín Ásbjörns var send í sóttkví í morgun af því hún er að vinna á Landspítalanum. Það er vonandi stutt sóttkví, ég er að vonast til að hún sleppi fljótlega. Svo eigum við leikmenn eins og Unu og Rebekku sem eru frá vegna meiðsla og vonandi styttist í. Við þurfum bara að þjappa okkur saman og berjast fyrir stigum, það er eina leiðin til að halda sér í deildinni.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner