Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
   fös 25. september 2020 19:23
Hilmar Jökull Stefánsson
Jóhannes Karl: Þurfum betri dómara
Jóhannes Karl, þjálfari KR, í leik fyrr í sumar.
Jóhannes Karl, þjálfari KR, í leik fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, var að vonum svekktur með leik sinna kvenna í kvöld eftir 2-0 tap gegn Stjörnunni á Meistaravöllum en KR liðið situr ennþá sem fastast á botni deildarinnar.

Inntur eftir fyrstu viðbrögðum eftir leik hafði Kalli þetta að segja.

„Aðallega bara svekkelsi. Ég er verulega ósáttur og svekktur með þennan fyrri hálfleik. Við mætum ekki til leiks og Stjarnan í rauninni valtar yfir okkur í fyrri hálfleik og 2-0 sanngjörn staða í hálfleik og það er oft erfitt að koma til baka eftir það. Við spilum betri fótbolta í seinni hálfleik en erum aldrei að ná að skapa okkur þannig að það sé veruleg hætta. Fáum hörkufæri á fyrstu mínútu seinni hálfleiks og svo hefðum við líklega viljað vítaspyrnu aðeins seinna í leiknum en þetta er bara ekki nóg. Við þurfum að skapa okkur meira ef við ætlum að skora mörk.“

Lestu um leikinn: KR 0 -  2 Stjarnan

KR átti að fá víti í stöðunni 2-0 fyrir Stjörnunni þegar að Arna Dís fellir Angelu í teig Stjörnukvenna en Bríet dæmdi aukaspyrnu. Fótbolti.net hefur myndir undir höndum sem sýna að brotið á sér stað í vítateignum, hvað fannst Kalla um það?

„Bara sorglegt. Bríet er búin að dæma marga leiki og hún er alltaf sanngjörn á bæði lið og allt það. Við þurfum betri dómgæslu, við þurfum hreyfanlegri dómara sem fylgja leiknum, þeir verða að vera betur staðsettir og ef hún sér þetta ekki þá er það óafsakanlegt. Það sem meira er, hún spjaldar ekki einu sinni leikmanninn þannig að ég á ekki orð yfir því sem var í gangi þarna.“

KR liðið hefur leikið fæst allra liða í deildinni og mun verða mikið álag á leikmönnum liðsins þar sem liðið spilar 6 leiki á næstu 23 dögum, hefur Kalli áhyggjur af því?

„Við höfum verulegar áhyggjur af heilsu leikmanna og höfum látið KSÍ vita af því en ég held að við fáum fá svör þaðan þannig að við þurfum bara að treysta á okkur. Í dag er Þórdís í banni og Katrín Ásbjörns var send í sóttkví í morgun af því hún er að vinna á Landspítalanum. Það er vonandi stutt sóttkví, ég er að vonast til að hún sleppi fljótlega. Svo eigum við leikmenn eins og Unu og Rebekku sem eru frá vegna meiðsla og vonandi styttist í. Við þurfum bara að þjappa okkur saman og berjast fyrir stigum, það er eina leiðin til að halda sér í deildinni.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner