Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
banner
   fös 25. september 2020 19:23
Hilmar Jökull Stefánsson
Jóhannes Karl: Þurfum betri dómara
Kvenaboltinn
Jóhannes Karl, þjálfari KR, í leik fyrr í sumar.
Jóhannes Karl, þjálfari KR, í leik fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, var að vonum svekktur með leik sinna kvenna í kvöld eftir 2-0 tap gegn Stjörnunni á Meistaravöllum en KR liðið situr ennþá sem fastast á botni deildarinnar.

Inntur eftir fyrstu viðbrögðum eftir leik hafði Kalli þetta að segja.

„Aðallega bara svekkelsi. Ég er verulega ósáttur og svekktur með þennan fyrri hálfleik. Við mætum ekki til leiks og Stjarnan í rauninni valtar yfir okkur í fyrri hálfleik og 2-0 sanngjörn staða í hálfleik og það er oft erfitt að koma til baka eftir það. Við spilum betri fótbolta í seinni hálfleik en erum aldrei að ná að skapa okkur þannig að það sé veruleg hætta. Fáum hörkufæri á fyrstu mínútu seinni hálfleiks og svo hefðum við líklega viljað vítaspyrnu aðeins seinna í leiknum en þetta er bara ekki nóg. Við þurfum að skapa okkur meira ef við ætlum að skora mörk.“

Lestu um leikinn: KR 0 -  2 Stjarnan

KR átti að fá víti í stöðunni 2-0 fyrir Stjörnunni þegar að Arna Dís fellir Angelu í teig Stjörnukvenna en Bríet dæmdi aukaspyrnu. Fótbolti.net hefur myndir undir höndum sem sýna að brotið á sér stað í vítateignum, hvað fannst Kalla um það?

„Bara sorglegt. Bríet er búin að dæma marga leiki og hún er alltaf sanngjörn á bæði lið og allt það. Við þurfum betri dómgæslu, við þurfum hreyfanlegri dómara sem fylgja leiknum, þeir verða að vera betur staðsettir og ef hún sér þetta ekki þá er það óafsakanlegt. Það sem meira er, hún spjaldar ekki einu sinni leikmanninn þannig að ég á ekki orð yfir því sem var í gangi þarna.“

KR liðið hefur leikið fæst allra liða í deildinni og mun verða mikið álag á leikmönnum liðsins þar sem liðið spilar 6 leiki á næstu 23 dögum, hefur Kalli áhyggjur af því?

„Við höfum verulegar áhyggjur af heilsu leikmanna og höfum látið KSÍ vita af því en ég held að við fáum fá svör þaðan þannig að við þurfum bara að treysta á okkur. Í dag er Þórdís í banni og Katrín Ásbjörns var send í sóttkví í morgun af því hún er að vinna á Landspítalanum. Það er vonandi stutt sóttkví, ég er að vonast til að hún sleppi fljótlega. Svo eigum við leikmenn eins og Unu og Rebekku sem eru frá vegna meiðsla og vonandi styttist í. Við þurfum bara að þjappa okkur saman og berjast fyrir stigum, það er eina leiðin til að halda sér í deildinni.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir