Arsenal vill Vlahovic - Howe orðaður við Man Utd - United hefur enn áhuga á Sesko
   mið 25. september 2024 15:35
Innkastið
Gylfi tók málin í sínar eigin hendur - „Svo mikið dæmi um það"
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gylfi Þór Sigurðsson ákvað á 87. mínútu að hann nennti ekki að tapa þessum leik," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu í gær þegar rætt var um stórkostlegt mark sem Gylfi skoraði gegn Stjörnunni síðasta mánudagskvöld.

Gylfi tók málin í sínar eigin hendur þegar Valsmennn voru 2-1 undir, tók boltann áfram og hamraði honum upp í skeytin.

„Hann tók til sinna ráða. Ef þið eruð ekki búin að sjá þetta mark, farið á Vísi eða .net og skoðið þetta," sagði Elvar Geir.

„Hann leit upp og ætlaði að gefa fyrir en hugsaði svo örugglega bara: 'Nei, nenni því ekki'. Ég rek hann inn og hamra honum svo upp í skeytin," sagði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í þættinum.

„Þetta mark er svo mikið dæmi um það hvað Gylfi er langgæðamesti leikmaðurinn í þessari deild. Það er enginn annar leikmaður í deildinni sem gerir þetta."

Valsliðið lenti 2-0 undir í leiknum en liðið kom til baka og jafnaði í 2-2. Þetta hefur ekki verið gott sumar hjá Val en liðið er í þriðja sæti Bestu deildarinnar.

Gylfi hefur verið virkilega góður fyrir Valsliðið í sumar og er búinn að skora tíu mörk í Bestu deildinni.

Hér fyrir neðan má sjá markið sem Gylfi skoraði gegn Stjörnunni.


Innkastið - Túristar urðu sigurvegarar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner