Man Utd vill Kane - Arsenal hefur áhuga á Yildiz - Villa vill kaupa Sancho
banner
   fim 25. september 2025 15:45
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Lille og Brann: Sævar byrjar og Hákon fyrirliði
Sævar Atli Magnússon (til hægri).
Sævar Atli Magnússon (til hægri).
Mynd: EPA
Freyr Alexandersson þreytir frumraun sína sem þjálfari í deildarkeppni Evrópudeildarinnar með Brann er það heimsækir Lille í Frakklandi.

Leikurinn hefst klukkan 16:45.

Sævar Atli Magnússon og Eggert Aron Guðmundsson spila báðir með Brann og þá er Hákon Arnar Haraldsson lykilmaður hjá Lille. Sævar og Hákon eru í byrjunarliðum í dag en Eggert byrjar á bekknum. Hakon er með fyrirliðabandið hjá Lille.

Þá má geta þess að Olivier Giroud byrjar á bekknum hjá Lille.

Byrjunarlið Lille: Ozer; Tiago Santos, Goffi, Mbemba, Verdonk; Bentaleb, Mukau; Fernandez-Pardo, Hákon Arnar Haraldsson, Sahraoui; Igamane

Byrjunarlið Brann: Dyngeland; Pedersen, Knudsen, Helland, Dragsnes; Kornvig, Sorensen, Myhre; Holm, Sævar Atli Magnússon, Castro.
Athugasemdir
banner