„Það var mjög heillandi að koma aftur til landsins sem ég fæddist í," sagði Andri Lucas Guðjohnsen í viðtali við Lancashire Telegraph þar sem hann ræddi um félagaskipti sín til Blackburn frá belgíska félaginu Gent í sumar. Hann var orðaður við Preston, Lech Poznan og Utrecht í sumar en endaði hjá Blackburn.
„Það var ein af ástæðunum fyrir því að ég vildi koma til Blackburn Rovers því mér finnst deildin vera frábær."
„Það var ein af ástæðunum fyrir því að ég vildi koma til Blackburn Rovers því mér finnst deildin vera frábær."
Íslenski landsliðsframherjinn átti frábæran leik með landsliðinu í Frakklandi, skoraði tvö mörk en það seinna fékk ekki að standa eins og allir vita. Núna er hann að komast af stað með Blackburn, en leik liðsins gegn Ipswich á laugardag var hætt vegna mikillar rigningar.
Andri fæddist á Englandi en þar spilaði faðir hans, Eiður Smári, lengi á sínum ferli. Andri þreytti frumraun sína með Blackburn fyrr í þessum ma?uði, kom við sögu gegn Watford og kom svo inn á gegn Ipswich.
„Ég hef átt samtöl við leikmenn sem hafa annað hvort spilað í Championship-deildinni eða eru að spila þar núna. Ég vissi því nokkurn veginn við hverju ég átti að búast. Þetta er deild þar sem þú getur sýnt þig og líka vaxið sem leikmaður. Ég er hrifinn af umhverfinu á Bretlandi, er hrifinn af Englandi."
„Ég fæddist í London. Ég finn fyrir sérstakri tengingu við Englendinga. Þetta er staðurinn sem ég vil vera á og er því mjög ánægður. Við sem hópur, það býr mikið í þessu liði, við erum með gæði, og ég held að við verðum betri með tímanum."
„Ég bý yfir smá reynslu af því að vera „undirhundur", verandi Íslendingur og spila með íslenska landsliðinu, það er alltaf mjög góð tilfinning eftir leiki sem þú kemur öllum svolítið á óvart með því að vinna," segir Andri Lucas.
Blackburn er sem stendur í 18. sæti ensku B-deildarinnar. Liðið á leik gegn Charlton á útivelli á laugardag.
Athugasemdir