Tveir síðustu leikir í 2. umferð ítalska bikarsins klárast í kvöld.
Mikael Egill Ellertsson og félagar hans í Genoa mæta Empoli á Stadio Luigi Ferraris-leikvanginum í Genoa.
Íslenski landsliðsmaðurinn skoraði sitt fyrsta mark fyrir Genoa um helgina og vonandi reimar hann aftur á sig markaskóna í kvöld.
Sigurvegarinn mætir Atalanta í 16-liða úrslitum. Torino og Pisa mætast einnig en sigurvegarinn úr því einvígi mætir Roma.
Leikir dagsins:
16:30 Genoa - Empoli
19:00 Torino - Pisa
Athugasemdir