Torino 1 - 0 Pisa
1-0 Cesare Casadei ('9 )
Rautt spjald: Juan Cuadrado, Pisa ('62)
1-0 Cesare Casadei ('9 )
Rautt spjald: Juan Cuadrado, Pisa ('62)
Torino vann Pisa í efstu deildarslag í 3. umferð ítalska bikarsins í kvöld.
Cesare Casadei skoraði eina mark leiksins með skalla eftir hornspyrnu.
Torino var með mikla yfirburði og það gerði endanlega út um vonir Pisa þegar hinn 37 ára gamli Juan Cuadrado fékk rautt spjald fyrir kjaftbrúk eftir rúmlega klukkutíma leik.
Hinn 17 ára gamli Louis Buffon, sonur goðsagnarinnar Gianluigi Buffon, kom inn á sem varamaður í liði Pisa en hann leikur sem vængmaður, annað en faðir hans sem var stórkostlegur markvörður á sínum tíma.
Athugasemdir