Tindastóll mætir Víkingi Ólafsvík í úrslitaleik Fótbolta.net bikarsins á Laugardalsvelli annað kvöld. Liðið lék gegn grönnum sínum Kormáki Hvöt í undanúrslitum bikarsins síðasta föstudag. Stólarnir báru sigur úr býtum og tryggðu sér í úrslitaleikinn eftir mikinn hasar, þar sem þrír leikmenn Kormáks/Hvatar voru reknir af velli.
Fótbolti.net ræddi við Konráð Frey Sigurðsson, þjálfara Tindastóls, fyrir úrslitaleikinn.
Fótbolti.net ræddi við Konráð Frey Sigurðsson, þjálfara Tindastóls, fyrir úrslitaleikinn.
„Það var mikill hasar í undanúrslitunum. Við bjuggumst við því að það væru margir á leiknum og smá haverí. En ég er afar stoltur strákunum, þeir komu vel stilltir inn í þann leik og stóðu sig frábærlega.“
„Síðustu dagar hafa einkennst af spennu í hópnum, frekar en stressi. Við horfum á það að við ætlum að njóta tækifærisins og ætlum okkur sigurinn.“
Unnið þrjú 2. deildarlið
Tindastóll leikur í 3. deild en Víkingur Ólafsvík er í 2. deild. Tindastóll hefur þó sýnt fram á að deildarmunur skipti litlu í Fótbolti.net bikarnum, þar sem þeir hafa farið í gegnum þrjú 2. deildarlið á leið sinni á Laugardalsvöll.
„Í svona bikarkeppnum er auðvitað bara einn leikur. Við erum búnir að vera gífurlega öflugir í þessum þremur leikjum sem við höfum mætt liðum í 2. deildinni.“
„Víkingur Ólafsvík eru með mikla hæfileika í liðinu, með flottan þjálfara og góðan hóp. Þetta snýst um hvernig við komum inn í þetta. Við ætlum að koma vel gíraðir. Njótum mómentsins en vera jafnframt einbeittir og höfum augun á markmiðinu, það er að vinna þetta. Við erum ekki komnir til að bara vera þarna, við viljum sýna okkur og liðið okkar.“
Stuðningsmennirnir þekkt stærð í körfuboltanum
Tindastóll hefur leikið alla leiki sína í bikarnum á Sauðárkróki. Konráð segist vilja taka stemninguna
„Þessi stuðningsmannasveit er þekkt stærð í körfuboltanum. Það eru margir úr henni sem ætla að koma. Svo er þetta einstakt samfélag, það eru margir sem styðja liðið búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Það er gífurleg uppsveifla með okkur svo ég býst við mikilli stemningu.“
Draumur að stýra liðinu á Laugardalsvelli
Konráð er fæddur árið 1995 og er eflaust einn yngsti þjálfari sögunnar til að stýra liði á Laugardalsvelli. Hvernig er fyrir þig, sem ungan þjálfara, að fá að stýra liðinu á Laugardalsvelli?
„Það er draumur, algjör draumur. Ekkert annað orð sem lýsir þessu betur. Draumur að fá að upplifa þetta og pínu forréttindi að fá að stýra þessum einstaklingum á þessu sviði.“
Leikurinn fer fram annað kvöld á Laugardalsvelli og hefst kl. 19:15. Smelltu hér til að fara í miðasöluna
Athugasemdir