Fjórir leikir voru í fjórðu umferð enska deildabikarsins í gær. Fjögur úrsvalsdeildarlið áttu leik, Evrópulið, og engin þeirra mættust innbyrðis. Sigrarnir voru nokkuð öruggir hjá Manchester City, Newcastle, Tottenham og Arsenal. Sigur Arsenal var reyndar innsiglaður nokkuð seint í leiknum gegn Port Vale.
Phil Foden átti mjög góðan leik fyrir City gegn Huddersfield, Joao Palhinha skoraði mark úr hjólhestaspyrnu fyrir Tottenham, Eberechi Eze skoraði sitt fyrsta mark fyrir Arsenal og þeir William Osula og Joelinton skoruðu báðir tvennu fyrir Newcastle.
Hér að neðan má sjá það helsta úr leikjunum fjórum.
Phil Foden átti mjög góðan leik fyrir City gegn Huddersfield, Joao Palhinha skoraði mark úr hjólhestaspyrnu fyrir Tottenham, Eberechi Eze skoraði sitt fyrsta mark fyrir Arsenal og þeir William Osula og Joelinton skoruðu báðir tvennu fyrir Newcastle.
Hér að neðan má sjá það helsta úr leikjunum fjórum.
Huddersfield 0 - 2 Manchester City
0-1 Phil Foden ('18 )
0-2 Savinho ('74 )
Port Vale 0 - 2 Arsenal
0-1 Eberechi Eze ('8 )
0-2 Leandro Trossard ('86 )
Tottenham 3 - 0 Doncaster Rovers
1-0 Joao Palhinha ('14 )
2-0 Jay Mcgrath ('17 , sjálfsmark)
3-0 Brennan Johnson ('90 )
Newcastle 4 - 1 Bradford
1-0 Joelinton ('17 )
2-0 William Osula ('19 )
3-0 Joelinton ('75 )
3-1 Andy Cook ('79 )
4-1 William Osula ('87 )
Athugasemdir