Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 25. október 2020 19:15
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Castrovilli hetja Fiorentina - Emil og félagar á toppinn
Castrovilli er næsta vonarstjarna á miðju Ítala.
Castrovilli er næsta vonarstjarna á miðju Ítala.
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gaetano Castrovilli var hetja Fiorentina er liðið tók á móti Udinese í efstu deild ítalska boltans.

Miðjumaðurinn efnilegi skoraði fyrsta mark leiksins á elleftu mínútu og lagði svo upp fyrir Nikola Milenkovic með einkar snoturri fyrirjgöf.

Gestirnir frá Udine sýndu fína takta og minnkaði Stefano Okaka muninn með skalla skömmu fyrir leikhlé en Castrovilli var aftur mættur í upphafi síðari hálfleiks. Hann tvöfaldaði forystu Fiorentina á ný, í þetta sinn með frábæru og óverjandi skoti.

Heimamenn bökkuðu niður í skotgrafirnar eftir þetta mark og leyfðu gestunum að stjórna flæðinu. Udinese fékk mikið af tækifærum en tókst ekki að minnka muninn frekar fyrr en Okaka skoraði með öðru skallamarki eftir fyrirgjöf á 86. mínútu.

Jöfnunarmarkið kom aldrei og er Fiorentina með 7 stig eftir sigurinn. Udinese er með 3 stig.

Fiorentina 3 - 2 Udinese
1-0 Gaetano Castrovilli ('11)
2-0 Nikola Milenkovic ('21)
2-1 Stefano Okaka ('43)
3-1 Gaetano Castrovilli ('51)
3-2 Stefano Okaka ('86)

Emil Hallfreðsson spilaði þá síðasta hálftímann í 2-0 sigri Padova í toppslag ítölsku C-deildarinnar í dag.

Francesco Nicastro gerði bæði mörk heimamanna í fyrri hálfleik og var Emil skipt inn á 61. mínútu til að halda andstæðingunum í skefjum.

Það plan gekk vel því Padova hélt hreinu út leikinn og jafnaði Sudtirol á stigum í toppsætinu. Bæði lið eru með 14 stig eftir 7 umferðir.

Padova 2 - 0 Sudtirol
1-0 Francesco Nicastro ('8)
2-0 Francesco Nicastro ('32)
Athugasemdir
banner
banner
banner