Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 25. október 2020 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mendy byrjar vel hjá Chelsea - Skoraði næstum sjálfsmark
Er Mendy búinn að leysa markmannsvandræði Chelsea?
Er Mendy búinn að leysa markmannsvandræði Chelsea?
Mynd: Chelsea
Edouard Mendy hefur farið gríðarlega vel af stað hjá Chelsea og hefur haldið hreinu í þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum fyrir þá bláu.

Hann fékk mark á sig í deildabikarnum gegn Tottenham og hélt svo hreinu í sigri gegn Crystal Palace en missti af næsta leik gegn Southampton vegna meiðsla. Sá leikur endaði 3-3 með Kepa Arrizabalaga á milli stanganna. Síðan þá hefur Mendy haldið hreinu gegn Sevilla og svo í gær gegn Manchester United.

Mendy er fyrsti markvörðurinn til að halda hreinu í fyrstu tveimur deildarleikjum sínum fyrir Chelsea síðan Petr Cech gekk í raðir félagsins 2004.

Hann átti góðan leik gegn Man Utd þó það hafi ekki verið sérlega mikið að gera. Hann varði nokkur skot mjög vel, meðal annars marktilraun frá Marcus Rashford í uppbótartíma.

Leiknum lauk með markalausu jafntefli en Mendy komst nálægt því að gera ansi klaufalegt sjálfsmark þegar hann sendi boltann næstum í eigið mark í fyrri hálfleik.

Hér fyrir neðan má sjá frammistöðu Mendy gegn Man Utd og sendinguna sem rataði næstum inn í hans eigið mark.

Manchester United vs Chelsea: Edouard Mendy almost passes into his own goal 30' from r/soccer




Athugasemdir
banner
banner
banner