Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 25. nóvember 2021 21:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Conte farinn að átta sig: Tottenham ekki í háum gæðaflokki
Mynd: Getty Images
Antonio Conte stjóra Tottenham lýst ekkert á blikuna eftir tap liðsins í kvöld gegn Mura í Sambandsdeildinni.

Leiknum lauk með 2-1 sigri Mura en slóvenska liðið komst yfir í uppbótartíma. Ryan Sessegnon lét reka sig útaf eftir rúmlega hálftíma leik með sitt annað gula spjald.

Conte sagði í gær að hann væri mjög spenntur að sjá Sessegnon spila.

Conte hefur ekki verið lengi við stjórnvölin en hann var eðlilega ekki sáttur í leikslok.

„Ég er farinn að átta mig á ástandinu eftir þessar þrjár vikur sem ég hef verið hér. Þetta er ekki einfalt, á þessum tímapunkti er Tottenham ekki í háum gæðaflokki. Ég er ánægður hér en við þurfum að leggja hart að okkur til að bæta gæði liðsins," sagði Conte.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner