Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 25. nóvember 2021 22:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ánægð með leikinn en skaut á Steina - „Finnst þetta frekar ljótt af honum"
Berglind hjálpaði með því að öskra
Icelandair
Sveindís Jane
Sveindís Jane
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Löngu innköstin voru hættuleg kvöld.
Löngu innköstin voru hættuleg kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind öskraði og fékk boltann í teignum.
Berglind öskraði og fékk boltann í teignum.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Sveindís Jane Jónsdóttir besti leikmaður vallarins þegar Ísland vann Japan 2-0 í vináttuleik í kvöld. Sveindís skoraði fyrra mark Íslands eftir frábæran sprett og lagði upp seinna markið fyrir Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur.

Sveindís sat fyrir svörum á fréttamannafundi eftir leik.

Lestu um leikinn: Japan 0 -  2 Ísland

Finnuru einhvern mun á spennustiginu fyrir vináttuleik og fyrir keppnisleik?

„Nei, við förum inn í alla leiki 100% og eins og um keppnisleik sé að ræða. Okkur langaði að vinna Japan í dag, fyrsti sigurinn á móti Japan og við fórum inn í leikinn eins og það væru stig í boði," sagði Sveindís.

Hrós á Berglindi
Hvernig sérðu þína eigin frammistöðu?

„Mér fannst hún fín, ég fæ færi sem ég á eiginlega að skora úr og svo öskrar Berglind á mig þannig hún hjálpaði mjög mikið. Ég sendi boltann eiginlega blindandi á hana, hrós á hana."

Færið var frekar þröngt hjá Sveindísi og má hún teljast nokkuð góð ef henni finnst hún eiga að skora úr slíku færi.

Hvað varstu ánægðust með í ykkar leik í dag?

„Hvað við vorum 100%, við keyrðum bara á þær, vorum óhræddar og gerðum það sem við lögðum upp með sem virkaði í dag."

Hlaupa upp og skjóta
Hvað er það sem þú hugsar þegar þú færð boltann frá Karólínu í fyrra markinu?

„Ég hugsaði bara um að hlaupa upp og skjóta, það var eina hugsunin. Ég hef gert þetta nokkrum sinnum, finn mig vel í þessari stöðu."

Andstæðingarnir verða hræddir
Íslenska liðið fékk nokkra sénsa eftir löng innköst frá Sveindísi. Hún var spurð hvort hún hefði skammað samherja sína fyrir að nýta ekki þessi færi.

„Nei, nei. Það er bara flott að við vinnum þennan fyrsta bolta. Við búum alltaf til eitthvað út úr þessu sem er jákvætt. Það vær fínt ef við skorum einhvern tímann úr þessu en við erum alltaf að búa eitthvað til þannig það er alltaf hætta og andstæðingarnir verða hræddir þegar það kemur langt innkast. Þau hjálpa okkur alveg."

Finnst þetta frekar ljótt af honum
Steini talaði um að þú hefðir verið að væla eitthvað, í léttum tóni - eitthvað meiðslatengt. Hvernig er staðan á þér?

„Það er ekkert að mér... En jú, jú, ég var aðeins að fá krampa þarna en mér finnst þetta frekar ljótt af honum. Ég er bara góð, þetta er ekkert" sagði Sveindís og hló.
Athugasemdir
banner
banner