Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 25. nóvember 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Fóru á djammið í Köben eftir tapið gegn Chelsea - „Enzo, ég sakna þín“
Mynd: Getty Images
Nokkrir leikmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Leicester City sáust á djamminu í Kaupmannahöfn um helgina, aðeins nokkrum klukkustundum eftir 2-1 tapið gegn Chelsea, en Ekstra Bladet greinir frá og birti myndir af teitinu.

Það er árleg hefð hjá Leicester að leikmenn fari erlendis rétt fyrir jólatörnina og er Kaupmannahöfn yfirleitt fyrir valinu.

Leikmenn hafa gert það að hefð að klæða sig í búninga og fara á skemmtanalífið en það hefur ekki fallið í kramið hjá mörgum, sem fannst undarlegt að þeir hafi gert þetta stuttu eftir tap í deildinni.

Leikmenn pöntuðu sér þá flöskuborð á einum skemmtistaðnum og fylgdu hjartnæm skilaboð með flöskunum en á spjaldinu stóð: „Enzo, ég sakna þín“.

Þar er átt við Enzo Maresca sem stýrði Leicester upp í ensku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð en hann hætti með liðið eftir tímabilið og tók við Chelsea.

Í gær vöknuðu leikmenn síðan við þær fréttir að Steve Cooper, stjóri liðsins, væri búinn að missa starfið eftir að hafa stýrt liðinu í aðeins fimmtán leikjum.

Leicester hefur ekki unnið í síðustu fjórum deildarleikjum og er aðeins einu stigi fyrir ofan fallsæti eftir tólf umferðir.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner