Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   fös 26. janúar 2018 13:00
Elvar Geir Magnússon
Landsliðið
Guðni Bergs: Heimir vildi halda sínum möguleikum opnum
Icelandair
Guðni Bergsson.
Guðni Bergsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Greint var frá því í Morgunblaðinu í morgun að ákveðið hefði verið að fresta viðræðum KSÍ við Heimi Hallgrímsson landsliðsþjálfara um nýjan samning. Núgildandi samningur rennur út eftir HM í Rússlandi.

„Við höfum rætt um framhaldið og KSÍ vildi gera nýjan samning við Heimi. Heimir vildi halda sínum möguleikum opnum, það gæti verið að eftir HM komi eitthvað tækifæri upp fyrir hann sem þjálfara. Við skiljum þá afstöðu hans í þessari stöðu og berum virðingu fyrir henni," segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, við Fótbolta.net.

„Heimir hefur gert gríðarlega vel með landsliðið og hann vill halda sínum möguleikum opnum eftir keppnina. Á sama tíma tjáði hann okkur það að hann vildi gjarnan vera með liðið og við erum að horfa til þess. Við búumst ekki við öðru en að ná að semja við hann eftir HM."

Guðni segir að stjórn KSÍ sé bjartsýn á að Heimir verði áfram landsliðsþjálfari eftir HM.

„Já við erum bjartsýn á það og stefnum á það ótrauð."

Guðni segir að KSÍ verði þó að vera tilbúið með varaáætlun ef svo færi að samningar myndu ekki nást við Heimi eftir HM.

„Við munum vera með með plan B. Við reynum alltaf að skipuleggja okkur þannig að við séum tilbúin undir mismunandi aðstæður sem gætu komið upp. Við verðum að sjálfsögðu tilbúin með varaáætlun ef til þess kemur en fyrsti kostur er eins og ég segi að semja aftur við Heimi Hallgrímsson. Ég vonast svo sannarlega eftir því að sú verði raunin," segir Guðni.

Heimir hefur náð mögnuðum árangri sem landsliðsþjálfari Íslands og það kæmi ekki á óvart ef hann fengi spennandi tilboð að utan eftir HM.

„Við verðum að vera raunsæ með það. Það er skilningur og virðing við því sjónarmiði. Staðan er þessi og við bara tökum mið af henni."

Heimir segir að öll hans einbeiting sé á því

„Ég er í besta starfi í heimi í augnablikinu en ég er í símaskránni," sagði Heimir þegar hann var orðaður við skoska knattspyrnusambandið í morgun.
Athugasemdir
banner
banner