Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   sun 26. janúar 2020 15:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrsta mark Maguire var ekki af verri gerðinni
Dalot og Lingard einnig búnir að skora
Manchester United er að valta yfir C-deildarlið Tranmere í leik sem er núna í gangi í fjórðu umferð FA-bikarsins. Staðan eftir 16 mínútur var 3-0 fyrir gestina í United.

Miðvörðurinn Harry Maguire skoraði fyrsta mark leiksins. Hans fyrsta mark eftir 80 milljón punda félagaskiptin frá Leicester síðasta sumar.

Markið gerði hann með skoti fyrir utan teig og má sjá það hérna. Glæsilegt mark - ekki slæmt að opna markareikninginn svona.

Diogo Dalot gerði annað markið og var þess tvítugi bakvörður einnig að opna markareikning sinn fyrir United. Hann kom frá Porto fyrir síðasta tímabil.

Laglegt mark hans má sjá hérna.

Svo var röðin komin að engum öðrum en Jesse Lingard. Hans fyrsta mark á enskri grundu í heilt ár.

Markið má sjá hérna.
Athugasemdir