sun 26. janúar 2020 12:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Mjög döpur frammistaða Atletico
Ivan Cuellar, markvörður Leganes, fékk sitt annað gula spjald undir lokin fyrir tímaeyðslu.
Ivan Cuellar, markvörður Leganes, fékk sitt annað gula spjald undir lokin fyrir tímaeyðslu.
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid 0 - 0 Leganes
Rautt spjald: Ivan Cuellar, Leganes ('90)

Atletico Madrid átti mjög slakan leik þegar liðið mætti Leganes í hádegisleik í spænsku úrvalsdeildinni.

Atletico sýndi ekki sínar bestu hliðar í leiknum og var frammistaða liðsins vægast sagt döpur gegn botnliði deildarinnar. Framan af þá var Leganes, ef eitthvað er, hættulegri aðilinn.

Það var ekki fyrr en á síðustu 10-15 mínútum leiksins er Atletico fór að setja eitthvað tempó í leik sinn. Það dugði þó skammt.

Uppbótartíminn var fjórar mínútur, en endaði í tæpum tíu mínútum eftir að Ivan Cuellar, markvörður Leganes, fékk sitt annað gula spjald fyrir tafir. Hann var síðan mjög lengi að koma sér út af vellinum eftir að hann fékk rauða spjaldið.

Atletico er í fjórða sæti með 36 stig, en Leganes er komið af botninum. Liðið er komið upp fyrir Espanyol á markatölu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner