Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 26. janúar 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Zentner týndi boltanum - Lýsandinn skellihló
Mynd: Getty Images
Stórskemmtilegt atvik átti sér stað í þýsku Bundesliga í nóvember árið 2017. Þetta atvik var rifjað upp í gær þar sem sömu lið og mættust þann dag mættust í gær. Árið 2017 gerðu Mainz og Gladbach 1-1 jafntefi en í gær sigraði Gladbach, 3-1.

Robin Zentner, markvörður Mainz, taldi sig hafa stöðvað boltann þegar hann fékk sendingu til baka. Hann leit ekki niður og ætlaði að senda boltann.

Ekki vildi betur en svo til að boltinn stöðvaðist ekki og rúllaði áfram lengra inn í teig Mainz. Lars Stindl, framherji Mönchengladbach, reyndi að ná til knattarins en Zentner áttaði sig í tæka tíð og kom boltanum í burtu.

Lýsingin á þessu skondna atviki er svo stórskemmtileg en lýsandinn gat ekki stillt sig um að hlæja að atvikinu. Skemmtileg upprifjun frá þessu atviki.


Athugasemdir
banner
banner
banner