Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 26. janúar 2022 14:15
Elvar Geir Magnússon
Dybala orðaður við Liverpool og Inter í ítölskum fjölmiðlum
Dybala gríman.
Dybala gríman.
Mynd: EPA
Paulo Dybala, leikmaður Juventus, er orðaður við Liverpool í ítölskum fjölmiðlum en það er þó talið líklegra að hann fari til Inter ef hann yfirgefur Juventus.

Hvorki hefur gengið né rekið í samningaviðræðum Dybala og Juventus en samningur Argentínumannsins rennur út þann 30. júní.

Nú er Dusan Vlahovic á leið til Juve frá Fiorentina fyrir 75 milljónir evra og það skapar enn meiri óvissu um framtíð Dybala í Tórínó.

Juventus ákvað að fresta viðræðum við Dybala og fréttir herma að hann hafi alls ekki verið ánægður með þá ákvörðun og telji það móðgandi og merki um að félagið sé ekki með fulla trú á sér.

Sportitalia og Tuttomercatoweb segja að Liverpool gæti reynt að fá Dybala á frjálsri sölu. Þar sem stutt er eftir af samningi hans gæti Liverpool hafið viðræður nú þegar.

Það er þó talið líklegra að Dybala fari til Inter og haldi áfram að spila í ítölsku A-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner