Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   mán 26. febrúar 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Davíð Þór um Sami Kamel: Það er ekkert til í þessu
Sami Kamel.
Sami Kamel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála hjá FH, segir ekkert til í þeim sögum að Sami Kamel sé að ganga í raðir félagsins.

Það hefur verið slúðrað um það að leikmaðurinn sé undir smásjá félaga í Bestu deildinni eftir að hafa verið besti leikmaður Keflavíkur á síðasta tímabili er liðið féll úr efstu deild.

Svo kom það fram í hlaðvarpinu Dr Football í gær að Kamel væri á leið til FH, en svo er ekki að sögn Davíðs.

„Þetta er alls ekkert langt komið. Það er ekkert til í þessu," sagði Davíð Þór við Fótbolta.net í dag.

„Þetta er svo sem ekkert í fyrsta skipti sem þessir sérfræðingar eru ekki alveg með puttann á púlsinum, en það er bara eins og það er."

Kamel er þrítugur danskur sóknarsinnaður miðjumaður sem gekk í raðir Keflavíkur fyrir síðasta tímabil. Hann spilaði 17 leiki með liðinu í Bestu deildinni og skoraði sex mörk. Hann er áfram samningsbundinn Keflavík og hefur hann spilað tvo leiki með liðinu í Lengjubikarnum í vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner