Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   mán 26. febrúar 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
„Stendur í vegabréfinu að hann sé 30 eða 31 árs en það er hann ekki“
Wataru Endo
Wataru Endo
Mynd: Getty Images
Wataru Endo, leikmaður Liverpool, fékk mikið lof frá þýska stjóranum Jürgen Klopp eftir að liðið vann enska deildabikarinn á Wembley í gær.

Endo kostaði Liverpool aðeins 16 milljónir punda síðasta sumar en hann kom frá Stuttgart þar sem hann hafði gegnt hlutverki fyrirliða.

Mörgum fannst þessi félagaskipti Liverpool undarleg. Það hefði ekki verið nein umræða um að hann væri á leiðinni og höfðu margir vonast eftir því að fá leikmenn á borð við Moises Caicedo eða Romeo Lavia.

Endo hefur tekist að þagga niður í öllum gagnrýnisröddum og sýnt að hann á vel heima í þessum gæðaflokki.

„Við vorum heppnir. Við fáum hann inn en ég er viss um að eftir þrjú eða fjögur ár mun hann gera langtímasamning við Liverpool. Það stendur kannski að hann sé 30 eða 31 árs í vegabréfinu en það er hann ekki. Hann er vél og fótboltalega hliðin er framúrskarandi. Varnarlega er heilinn hans ótrúlegur og gefur okkur frjálsræði með marga hluti og bara frábær þróun. Hann hefur hjálpað okkur mikið,“ sagði Klopp á blaðamannafundi.

Það slæma fyrir Liverpool er það að Endo sást yfirgefa Wembley á hækjum og í hlífðarskó, en ekki er vitað hvort meiðslin séu af alvarlegum toga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner