Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 26. mars 2020 12:08
Magnús Már Einarsson
Jankó afþakkar laun hjá Grindavík
Milan Stefán Jankovic.
Milan Stefán Jankovic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Milan Stefán Jankovic, yfirmaður knattspyrnumála hjá Grindavík, hefur ákveðið að þiggja ekki laun hjá félaginu frá 15. mars til 15. apríl vegna kórónuveirunnar.

Æfingar liggja niðri hjá öllum félögum þessa dagana og Jankó ætlar ekki að þiggja laun á meðan.

„Hann hafði samband við okkur að fyrra bragði og tilkynnti okkur það að hann ætlaði ekki að þiggja laun frá 15. mars til 15. apríl frá félaginu. Félagið hafi hjálpað honum mikið í gegnum tíðina og hann vill gefa til baka," segir á Facebook síðu Grindavíkur.

Af Facebook síðu Grindavíkur
Við hjá knattspyrnudeildinni erum eins og aðrir Íslendingar sem eru með æfingar í hópíþróttum, bara "on hold" í þessu blessaða Covid 19 ástandi. Það þýðir engar æfingar í heilan mánuð hjá okkur sem þýðir engin verkefni fyrir hvorki þjálfara né leikmenn og alls óvíst hvort útspil ríkisstjórnarinnar nái yfir hlutastörf, sem þjálfarastörf eru í lang flestum tilfellum.

Við höfum aldrei upplifað svona ástand áður. Það eru mörg íþróttafélög á Íslandi að tapa mikið af sínum fjáröflunum og fá víða neikvæð svör þegar þau leita eftir styrkjum þ.a þetta ár og jafnvel næsta gæti orðið mörgum félögum erfitt. Félögin búin að gera samninga og margir lengri en eingöngu þetta ár.

Aðal erindi þessa þráðs snýst samt um Milan Stefán Jankovic, yfirmann knattspyrnumála hjá okkur, sem er að bregðast við þessu ástandi. Hann hafði samband við okkur að fyrra bragði og tilkynnti okkur það að hann ætlaði ekki að þiggja laun frá 15. mars til 15. apríl frá félaginu. Félagið hafi hjálpað honum mikið í gegnum tíðina og hann vill gefa til baka.

Við kunnum mikið að meta svona frumkvæði og þökkum Janko mikið vel fyrir örlætið. 👏👏👏👏👏

Athugasemdir
banner
banner
banner